Sjúkrasögur

Föðurefni
Föðurefni

Föðurefni

Published Júlí 2017
Vörunúmer 352
Höfundur Tina Beckett
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Kaleb McBride hataði smóking.
Hann og smókingar ræddust helst ekkert við. Hann klæddist þeim aðeins þegar þess var krafist af honum. Eins og þetta kvöld.
Hann flýtti sér upp þrepin við Seattle Consortium Hotel og forðaðist augnsamband við alla sem hann skaust fram hjá.
Því hvert sem hann leit sá hann búninga. Þetta var þó ekki hrekkjavaka og hann svimaði næstum. Þarna voru kjólar í
stíl Elísabetar drottningar, álfar og konur sem virtust vera að springa úr kögri. Þetta var einstök sjón. Hann skaust meira að segja framhjá einmanalegri vampíru sem hvæsti á hann.
Ef sjúkrahúsið hefði ekki gert samkomulag um að veita hótelgestum læknisþjónustu, væri hann alls ekki þarna.
Grímubúningaveisla búningahönnuðar. Hver fékk svona hugmyndir?
Dyravörður í jakkafötum kinkaði kolli til hans og benti á gang. –Hún er í móttökunni.
Sjúklingurinn, væntanlega, og ástæða þess að hann hafði yfirgefið fínu fjáröflunarsamkomuna sem sjúkrahúsið hélt...
samkomu sem hélt áfram án hans í danssal hótelsins. Guði sé lof fyrir neyðartilfelli.
Hann gekk hratt inn í móttökuna.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is