Sjúkrasögur

Barnalán
Barnalán

Barnalán

Published Júní 2016
Vörunúmer 339
Höfundur Susanne Hampton
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Hún lagðist, setti fæturna upp á sófaarminn og teygði sig í fjarstýringuna. Þetta hafði verið langur dagur á
sjúkrahúsinu og hún ákvað að fara í langt bað, eftir sjónvarpsfréttirnar og matinn. Svo ætlaði hún að lesa bók og
fara snemma í háttinn.
Hún kveikti á sjónvarpinu og góða skapið hvarf þegar hún sá ljótar myndir af átta bíla árekstri á Pacific Coast -
hraðbrautinni. Maginn í henni herptist saman við sjónina.
Jade var áhyggjulaus í lífi sínu en leið illa þegar hún sá harmleiki á skjánum. Það voru ekki bara fórnarlömbin
sem hún hugsaði um. Hún hafði samúð með ættingjunum, sem myndu aldrei eiga sama líf aftur.
Þær systurnar höfðu verið þannig. Þær höfðu þurft að púsla lífi sínu saman aftur eftir að foreldrar þeirra dóu í
bílslysi þegar þær voru táningar. Það hafði breytt lífi þeirra beggja. Ruby, eldri systirin, hafði breyst á augabragði. Hún hafði orðið varkárari og viljað stöðugleika, Jade hafði hins vegar stýrt lífinu í gagnstæða átt. Hún
hafði ákveðið að fá sem mest út úr lífinu. Lífið var stutt.
Þeim orðum lifði hún eftir.
Í sjónvarpinu sáust blikkljós lögreglunnar og sjúkrabíla skammt frá ónýtum bílunum, sem sumir voru í klessu upp
við steypta staura. Umferðarhnútur teygði sig langt í báðar áttir. Allur hryllingurinn var tekinn upp úr þyrlu. Jade
horfði á og reiknaði með að einhver hlyti að hafa látið

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is