Flýtilyklar
Örlagasögur
Tryggð
Lýsing
–Halló Sullivan. Sullivan leit snöggt upp þegar hann heyrði lága, hása röddina sem hann hafði heyrt allt of oft... í draumum sínum. Hann deplaði augunum, var viss um að hann væri að ímynda sér konuna sem stóð í gættinni að skrifstofunni. Hristi meira að segja höfuðið eins og hreyfingin myndi duga til að láta konuna hverfa. Hún hvarf ekki. Hún hló og við það straukst stuttklippt, rautt hárið við fíngerðan kjálkann. –Nei, fyrirgefðu, þú getur ekki deplað mér burtu eða óskað þess að ég sé ekki hérna, ég er hér. Celia James gekk inn og lokaði á eftir sér. Hann stóð snöggt á fætur. –Ég myndi ekki óska mér þess að þú værir ekki hér. Reyndar þveröfugt. Röddin hafði verið heldur hrjúf svo hann ræskti sig. Vildi ekki hræða hana burtu því hann var með áætlun sem snerist um hana. Hún var þarna, í raun og veru. –Ættir þú að vera hér? Þú varðst fyrir skoti. Celia bandaði því frá sér. –Smáskeina. Ég hef fengið þær verri. Það vottaði fyrir depurð í augnaráðinu. –Það var Elizabeth sem fékk kúlu í sig. Ég var hrædd um hana um tíma en ég frétti að henni liði betur núna. Hann kinkaði kolli og gekk aðeins nær. Elizabeth Snow var konan sem Mac bróðir hans ætlaði að giftast eins fljótt og hægt væri. Hún hafði líka orðið fyrir skoti fyrir stuttu, þegar hún stóð frammi fyrir morðingja sem var ákveðinn í að myrða hana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.