Örlagasögur

Smábæjarmorðin
Smábæjarmorðin

Smábæjarmorðin

Published Október 2019
Vörunúmer 366
Höfundur Amanda Stevens
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Dagurinn hafði verið ósköp venjulegur og það gerði símtalið enn furðulegra en ella. Jack King hafði reyndar ekki verið í góðu skapi áður en það barst þar sem hann hafði verið innilokaðar á skrifstofunni frá því snemma um morguninn. Í hans huga var allt betra en að hanga við skrifborðið allan liðlangan daginn.
Síðustu fimm árin hafði hann unnið hjá Blackthorn umboðsskrifstofunni sem var mikilsvirt ráðgjafar og öryggisfyrirtæki
sem hafði höfuðstöðvar í Houston í Texasfylki. Deildin sem Jack starfaði við gekk gjarnan undir heitinu Svarta vaktin en undir hana heyrðu ríkis- og sveitastjórnamál, lögregludeildir þar með taldar. Hans sérfræðiþekking lá í afhjúpun spillingar innan þessara embætta í stærri jafnt sem smærri borgum og bæjum landsins.
Við afhjúpun mögulegrar spillingar byrjaði hann yfirleitt efst og vann sig niður metorðastiga viðkomandi embættis. Breitt bak þurfti til að sinna þessu starfi sem var ekki fyrir neina aukvisa.
Sérstaklega þegar lögregluembættin áttu í hlut en lögreglumenn voru í eðli sínu ríkjandi persónuleikar og kunnu að fara í kringum hlutina. Jack naut þó áskorananna sem starfið hafði upp á að bjóða og það hafði auk þess kennt honum að hafa varann á sér í umgengni við annað fólk.
Þennan tiltekna morgunn hafði hann mætt í höfuðstöðvarnar í þeirri trú að undirbúningsfundur fyrir næsta verkefni stæði fyrir dyrum. Þess í stað hafði heill haugur af pappírsvinnu og óvægið augnaráð yfirmannsins haldið honum hlekkjuðum við skrifborðið allan liðlangan daginn. Dag sem liðið hafði með eindæmum hægt.
Klukkan var langt gengin í sex þegar hann gekk loksins frá síðustu skýrslunni, stökk upp af stólnum, teygði duglega úr sér, arkaði fram og óskaði deildarstjóranum góðrar helgar á leið sinni í gegnum opna skrifstofurýmið. Hann var rétt stiginn út úr 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is