Örlagasögur

Skuldadagar
Skuldadagar

Skuldadagar

Published Nóvember 2016
Vörunúmer 331
Höfundur Cynthia Eden
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Allir elska brúðkaup. Það var allavega gengið út frá því að allir elskuðu brúðkaup og nýyfirstaðið brúðkaup hafði vissulega verið fallegt. Brúðurin, Ava McGuire hafði hreint og beint geislað þegar hún tók um hönd eiginmanns síns, Mark Montgomery, að athöfninni lokinni. Hávær fagnaðarlæti brutust út á meðal gestanna þegar presturinn lýsti því yfir að þau væru núna hjón. Já, gengið var að því sem vísu að allir elskuðu brúðkaup en síðasta klukkutímann hafði Jamie Myers hugsað um það eitt að grípa rétta tækifærið til að lauma sér í burtu. Að sjálfsögðu líkaði henni mjög vel við Övu og Mark sem bæði voru yndislegar manneskjur. Það var bara... Mannmergðin. Allur þessi hávaði. Raddirnar. Fólkið. Sömuleiðis að verða vitni að einhverju sem ég á aldrei eftir að öðlast sjálf. Að tilheyra stórfjölskyldu. Þessi auðveldu samskipti þeirra á milli. Það varð henni hreinlega ofviða að verða vitni að því... vegna þess að það minnti hana á fjölskyldulífið sem hún hafði sjálf glatað. −Það er kominn tími til að kasta brúðarvendinum! Jamie kveinkaði sér í hljóði. Scarlett McGuire hafði  hrópað þetta háum róm og brosti síðan skelmislega til Jamie... eins og hún áttaði sig á að Jamie myndi fremur vaða eld og reyk en að gera tilraun til að grípa þennan fjandans brúðarvönd. Scarlett þekkti Jamie sennilega betur en nokkur annar þarna í brúðkaupinu. Jamie gerði heiðarlega tilraun til að olnboga sig í burtu en átti sér engrar undankomu auðið. Mannmergðin þrengdi að og hún færðist nær og nær brúðinni. Nei! Jamie fórnaði höndum og reyndi að slá brúðarvöndinn í burtu þegar

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

hann stefndi beint til hennar.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is