Örlagasögur

Skuggi fortíðar
Skuggi fortíðar

Skuggi fortíðar

Published Desember 2016
Vörunúmer 332
Höfundur Cynthia Eden
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Hún hefði átt að vera ein. Elizabeth Snow var á seinni vaktinni á litla bókasafninu í útjaðri Austin, Texas. Hún átti að sjá um að loka húsinu og setja kerfið á. Hún ætti að vera sú eina þarna inni. Af hverju hafði hún þá heyrt lágvært fótatak bakatil? Elizabeth stirðnaði upp rétt hjá útidyrunum. Hún var með handtöskuna sína á öxlinni og fingurnir héldu ansi þétt um ólina. Skuggar þungra bókahillna gnæfðu yfir henni, eins og þeir væru að teygja sig í hana. Alla jafna var bókasafnið eins og athvarf í hennar augum. Öruggt. Tryggt. En... Það var orðið framorðið. Skuggarnir voru svartir og... Hún heyrði greinilegan dynk eins og bók hefði fallið af hillu eða verið hent af henni. Elizabeth kyngdi og kallaði, –er einhver þarna? Bókasafnið er lokað. Þú verður að fara. Hún reyndi að tala eins ákveðið og hún gat. Þögn. Kannski var ímyndaraflið aðeins of auðugt. Hún hafði notað síðustu helgi til að horfa á hryllingsmyndamaraþon í sjón varpinu. Kannski var hún... Dynkur. Jæja, þetta hljómaði eins og bók sem lendir á gólfinu. Einhver var að leika sér að henni. Þau höfðu aldrei lent í vandræðum með öryggismálin fyrr en nú. Stundum sofnaði fólk á bókasafninu, lét fara vel um sig við eitt borðanna og missti af tilkynningunni um að nú ætti að fara að loka. Þegar hún fór síðustu ferðina um safnið var hún vön

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is