Örlagasögur

Leynistaður
Leynistaður

Leynistaður

Published Ágúst 2019
Vörunúmer 364
Höfundur Rita Herron
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Taktu barnið mitt, gerðu það.
Unga stúlkan faldi sig undir tjaldþakinu og skalf í vetrarkuldanum og súldinni.
Mila Manchester fann til með henni. Hún þekkti sögu hennar.
Hún var þrettán ára gömul og hét Carina. Mamma hennar hafði látist af barnsförum og faðir hennar misþyrmt henni. Síðan hafði hann selt hana manni sem notaði hana sem kynlífsambátt.
Mila hafði hjálpað Carinu að komast í kvennaathvarf þegar hún slapp frá skrímslinu.
Nú bar Carina trefil fyrir andlitinu og var klædd dökkum fötum til þess að síður bæri á henni í myrkrinu.
Hún var í dulargervi.
Hún óttaðist um líf sitt.
Litla telpan amraði og Carina vaggaði henni blíðlega í fangi sér. –Ef hann kemst að því að Ísabella er dóttir hans drepur
hann mig og Guð má vita hvað hann gerir við hana.
Röddin var þrungin hræðslu og sorg. Sjálf var Carina bara barn. Hún átti að vera í miðskóla, fara út með vinkonum sínum, horfa á fótbolta og máta kjóla fyrir skólaböll.
Mila hafði viljað tilkynna lögreglunni um ástandið, en stúlkan hafði grátbeðið hana um að gera það ekki. Hún hafði sagt
Miru frá þunguninni og sagt að barnsfaðirinn vissi ekkert um hana. Ef hann kæmist að því að hún gengi með barn hans
myndi hann aldrei sleppa henni.
Og ef Mila sneri sér til lögreglunnar myndi maðurinn komast að því að hún bar barn hans undir belti.
–Gerðu það, Manchester læknir, þú ert eina manneskjan sem 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is