Örlagasögur

Hildarleikur
Hildarleikur

Hildarleikur

Published September 2021
Vörunúmer 389
Höfundur Nicole Helm
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Bluesteel í suðurhluta Dakota var svo lítill bær að hann var sjaldnast merktur sem punktur á landakortum. Þar gerðist því ekki margt sem var einmitt ein helsta ástæða þess að Jamison Wyatt var hæstánægður með að starfa þar sem lögreglustjóri og einn þriggja laganna varða í bænum sem smæðar sinnar vegna heyrði formlega undir lögregluembætti Valíantsýslu. Hann var ekki sá eini þeirra bræðranna sex sem lagt hafði lögreglustörf fyrir sig en hann var sá eini þeirra sem gegndi embætti lögreglustjóra. Hann hafði alist upp í hættulegum og erfiðum heimi gengis sem faðir hans stýrði af mikilli hörku. Synir óbyggðanna var félagsskapur harðsvíraðra óeirðamanna sem áratugum saman hafði herjað á lítil bæjarsamfélög í suðurhluta Dakótafylkis... bæjarsamfélög á borð við Bluesteel. Honum til happs hafði hann varið fyrstu fimm árum lífsins á búgarði móðurömmu sinnar áður en móðir þeirra lét undan þrýstingi Ace Wyatt og fluttist með drengina þeirra til samtakanna. Fyrstu árin á eftir þekkti hann því muninn á réttu og röngu sem amma hans hafði innprentað þeim. Þegar bræðurnir fæddust síðan einn af öðrum inn í samtökin áttaði hann sig betur og betur á að hann varð að ná þeim þaðan í burtu. Hann hafði því flúið með þá einn af öðrum á búgarð móðurömmu þeirra í útjaðri Vaíanthéraðs.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is