Örlagasögur

Gæpahneigð
Gæpahneigð

Gæpahneigð

Published Desember 2019
Vörunúmer 368
Höfundur Amanda Stevens
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Rannsókna lögreglukonan Adaline Kinsella smeygði sér undir lögregluborðann og ýtti upp útidyrahurð niðurnídda hússins sem opnaðist með háværu ískri. Hrollur hríslaðist niður eftir baki hennar þegar undarleg tilfinning endurlits greip hana Hún mundi ekki eftir að hafa komið hingað en það var eitthvað sem hreyfði við minni hennar.
Þetta er nú meiri vitleysan, sagði Addie við sjálfa sig. Hún var bara þreytt. Fimm daga gönguferð, sund og kajakróður í
öllum útgáfum af veðurfari höfðu tekið sinn toll og eiginlega hafði verið kominn tími á að taka sér frí í fríinu. Í tæpa viku hafði hún einangrað sig í kofa frænku sinnar og frænda við stöðuvatnið, símasambandslaus og án nets. Dagarnir höfðu runnið saman í eitt og fyrstu dagana hafði henni fundist hún hafa himinn höndum tekið þarna í fjöllunum. Á fimmtudeginum hafði eirðarleysi hinsvegar byrjað að gera vart við sig og á föstudag hafði hún vaknað eldsnemma, hlaðið farangrinum í bílinn og haldið til baka til Charleston. Þangað kom hún um hádegisbilið og þá mættu henni æpandi fyrirsagnir fjölmiðla og iðandi annríki á lögreglustöðinni vegna skelfilegs fundar.
Sá fundur hafði leitt hana hingað í þetta ævaforna hús. Fyrrum eigandi þess, einsetumaður að nafni Delmar Gainey, hafði látist á hjúkrunarheimili fimm árum áður og húsið síðan staðið autt þar til það var keypt á uppboði fyrir skömmu. Starfsmenn sem séð höfðu um að sýna húsið áhugasömum kaupendum 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is