Örlagasögur

Falin vitni
Falin vitni

Falin vitni

Published Febrúar 2017
Vörunúmer 334
Höfundur Beverly Long
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Chase Hollister heyrði farsímann hringja og dró koddann betur yfir eyrun. Síminn hringdi fjórum sinnum og svo fór símtalið í talhólf. Hálfri mínútu seinna hófust hringingarnar aftur. –Fjandinn, tautaði hann og kastaði koddanum burtu. Hann leit á númerið, sá að þetta var bróðir hans og teygði sig í símann. –Ég hef ekki sofið neitt í 28 tíma, sagði hann, –það er eins gott að þetta sé þess virði. –Brick er dáinn, sagði Bray. Chase settist upp í rúminu. Hann hafði ekki heyrt þetta nafn í rúmlega 8 ár. Það var lengra síðan hann hafði sjálfur tekið sér það í munn. –Hvernig? –Bílslys. Systir hans var með honum. Það var haldin tvöföld jarðarför fyrir nokkrum dögum. Chase hafði hitt eldri hálfsystur stjúpföður síns einu sinni eða tvisvar. Hann mundi að hann hafði fundið á sér að það væri eitthvað skrýtið við hana þó að hann hefði bara verið unglingur. Genamengi fjölskyldunnar var slæmt. –Meiddust einhverjir aðrir? spurði Chase. –Nei. Einn bíll, Brick og Adelle voru þau einu sem voru í honum. Brick var á leiðinni til læknis. Chase lagðist niður aftur. Honum var sama um smáatriðin. –Ég ætla aftur í rúmið. –Lögfræðingur mömmu hringdi, sagði Bray. –Við eigum húsið. Chase sveiflaði sér fram úr rúminu með lipurri hreyfingu. Berir fæturnir lentu á mjúkri mottunni, svo gekk hann eftir gljáfægðu parketgólfinu eftir ganginum og inn í eldhús. Tjöldin voru dregin upp og hann nakinn. Honum var alveg sama. Varð

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is