Örlagasögur

Eltingarleikur
Eltingarleikur

Eltingarleikur

Published Apríl 2017
Vörunúmer 336
Höfundur Beverly Long
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Þriðjudagur kl. 16:00 Bray fór út úr flugvélinni í St. Louis, Missouri og rölti gegnum flugstöðina ásamt hinum farþegunum. Hann hafði sofið alla leiðina en það var ekki nema tveggja tíma flug frá New York svo blundurinn nægði alls ekki til að bæta upp svefnleysi undanfarinna þriggja mánaða þar sem hvíld, sem fór yfir fjóra tíma á nóttu, taldist lúxus. Þegar maður vann sem fulltrúi eiturlyfjalögreglunnar var lúxus ekki í orðaforðanum en nú átti hann fimm daga frí framundan, frí sem hann hafði svo sannarlega unnið sér inn eins og yfirmaðurinn orðaði það, til að vinna upp svefninn. Hann hafði verið ákveðinn í því í marga mánuði að fara til Missouri fyrir þakkargjörðarhátíðina. Hafði átt von á að Chase byði upp á kalkún í fínu en frekar líflausu íbúðinni sinni í St. Louis en alls ekki reiknað með að Chase flytti máltíðina á fjölskylduheimilið í Ravesville eða að hann hefði bætt einhverju við fríhelgina. Hann hafði verið kæruleysislegur, Bray vissi núna að hann hafði verið of kæruleysislegur, þegar hann spurði hvort Bray væri ekki til í að lengja dvölina fram á sunnudag. Bray hafði haldið að hann vantaði hjálp til að gera húsið klárt í sölu en næstum dottið af stólnum þegar Chase tilkynnti að hann ætlaði að ganga í hjónaband á laugardaginn, daginn eftir þakkargjörðina, og hvort Bray væri til í að vera svaramaður. Bray hafði hlegið og játað. Svo hafði Chase haldið áfram, greinilega ekki áttað sig á að Bray, sem var orðinn 37 ára, þurfti tíma til að jafna sig eftir svona áfall. Hann vildi kaupa fjölskylduheimilið, setjast að í Ravesville með Raney, eiginkonu sinni.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is