Flýtilyklar
Örlagasögur
Brúður á flótta
Lýsing
Cal Hollister lét yfirleitt ekkert stöðva sig, þar með talið veðrið, en þegar ískalt regnið var orðið að snjókomu sem varð að enn meiri snjókomu þannig að milliríkjavegurinn varð illfær varð meira að segja hann að viðurkenna að það væri kominn tími á að taka sér pásu. Hann var í klukkustundar fjarlægð frá Kansas City í Missouri og búinn að fylla bæði bensíntankinn og magann. Hann hallaði sér aftur í slitnu sætinu í básnum á veitingahúsinu, sem var vinsælt hjá vörubílstjórum, og horfði á sjónvarpið sem hékk uppi í horninu. Hljóðið var ekki á en á borðanum sem fór um skjáinn stóð: Vetrarhríð lamar miðvesturríkin. Cal hætti að lesa af sömu ástæðu og hann hafði slökkt á útvarpinu í bílaleigubílnum áðan. Honum var alveg sama. Ætlaði ekki að láta svolítinn ís og snjó stöðva sig. Hann var á leiðinni heim til Ravesville. Hugmyndin hafði skotið rótum eftir að Cal hafði talað við bróður sinn í síðasta mánuði og komist að því að Chase var að gera gamla húsið, sem þeir bræðurnir höfðu erft eftir móður sína, tilbúið á sölu. Chase hafði ekki beðið um hjálp. Hann gerði það aldrei og allra síst Cal en það var kominn tími til að breyta því. Cal hafði þá lokið sendiförinni og gert ráðstafanir til að komast heim til Bandaríkjanna. Það hafði tekið mánuð en loks var hann kominn, staddur í 150 km fjarlægð norðvestan við áfangastaðinn, rúmlega þremur vikum of snemma fyrir þakkargjörðarkvöldverðinn. –Búinn? spurði gengilbeinan sem átti leið framhjá básnum. –Þetta var mjög gott, sagði Cal. Konan hafði hvatt hann til að prófa rétt dagsins, svínasteik, og ekki síst ef hann væri að flýta sér. Hann var ekki á hraðferð en hafði farið eftir þessu. Hún brosti. –Ég veit það. Fólk verður alltaf hissa, reiknar ekki
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.