Kannski var til einföld leið til að útskýra af hverju hún hafði þóst vera tvíburasystir sín, tælt karlmann í rúmið til sín með blekkingum og farið úr bænum án þess að segja nokkrum. Kannski var til einföld leið til að útskýra það án þess að hljóma eins og tillitslaus og siðlaus drusla. En Jena Piermont fann leiðina ekki. –Þú hefur verið heima í tvær vikur, sagði Jaci, tvíburasystir Jenu, og hallaði sér aftur í sófanum til að geta lyft fótunum upp á sófaborðið.
Ian Calvin Eddelton, sem félagarnir í hernum kölluðu Ísmanninn, leit upp á ljóshærðu, bláeygðu, beru fegurðardísina sem sat klofvega yfir nöktum lærum hans og hélt honum niðri með lófunum. Eins og svona fíngerð dama gæti haldið honum niðri ef hann vildi ekki láta halda sér niðri.–Þú þarft ekki að gera þetta. Hann neyddi orðin út þótt heilinn reyndi að eyða þeim. Grín sem breyttist í ögranir hafði aldrei áður leitt til þess að þau rifu sig úr fötunum.