Vettvangur glæps

Næturhrellir
Næturhrellir

Næturhrellir

Published Nóvember 2022
Vörunúmer 403
Höfundur Carla Cassidy
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Eva Martin notaði oddinn á skóflunni til að pota í lemstraðar, dauðar kýr sem lágu fyrir framan hana. Svo snéri hún sér við og leit á hávaxna, einkennisklædda manninn sem stóð við hlið hennar. Wayne Black fógeti tók af sér hattinn og þurrkaði svitann framan úr sér með vasaklút. Ágústmánuður gat orðið mjög heitur í Dusty Gulch í Kansas. Þótt enn væri langt í hádegið var hitinn þegar kominn yfir þrjátíu gráður. Evu var heitt í hamsi en það hafði ekkert með lofthitann að gera. –Wayne, þetta er þriðja limlesta kýrin mín á jafn mörgum vikum. Ég skal veðja við þig að í póstkassanum mínum bíður enn ein hótunin. Wayne þurrkaði aftur framan úr sér svitann og setti upp hattinn. –Það er þá best að fara og athuga póstkassann þinn, sagði hann og steig upp í lögreglubílinn. Eva setti skófluna í jörðina við hliðina á kýrhræinu og settist á bak gæðingi sínum, Þrumufleyg, og hélt í áttina að póstkassanum við enda heimreiðarinnar á búgarðinn hennar. Hjartsláttur hennar var næstum því jafn hávær og hófatak Þrumufleygs. Einhver vildi henni illt, en hún hafði ekki hugmynd um hver það gæti verið. Verst þótti henni að það var ekki að sjá að fógetinn tæki þetta mjög alvarlega.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is