Verndarar - Gade County

Leyndarmál lögreglustjórans
Leyndarmál lögreglustjórans

Leyndarmál lögreglustjórans

Published Mars 2020
Vörunúmer 402
Höfundur Julie Anne Lindsey
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hún nuddaði gæsahúðina á handleggjum sínum. Einhvern veginn fannst henni að vandræði biðu hennar. En hún vissi bara ekki hvernig vandræði. Hún gekk að stórum glugga á skrifstofu sinni og horfði enn á ný eftir mannlausri gangstéttinni. Há og litrík trén handan við bifreiðastæðin sveifluðust til og frá í hvössum haustvindinum. Haustið var þá fyrst komið í Kentucky þegar vindurinn næstum feykti manni um koll. –Í guðanna bænum farið varlega á leiðinni heim eða í vinnuna. Hún snéri sér aftur að hópnum og kreisti fram vandræðalegt bros. –Það lítur ekki vel út með veðrið.
Allir virtust sammála því.
–Ef einhver ykkar heyrir frá Carli eða Tucker látið þá endilega vita að við söknuðum þeirra. Tina var viss um að mörg þeirra hefðu einnig áhyggjur en þau gátu ekki gert neitt í því núna. Þess í stað felldu þau klappstólana saman, og hentu plast bollum í ruslið.
Skrifstofan angaði af samblandi af tóbaksreyk og kaffi, nokkuð sem hún þekkti vel frá bernsku sinni nema þá fylgdi áfengislyktin ætíð með.
Þegar hún hafði tekið til á skrifstofunni greip hún veskið sitt og bakkann sem hún hafði komið með að heiman með nýbökuðum smákökum. Þessir morguntímar voru vinsælir á meðal skjólstæðinga hennar og Tina gerði ávallt sitt besta til þess að allir færu út með bjartsýni og von að leiðarljósi sem allavega dygði þeim til þess að mæta áskorunum komandi dags. Í dag hafði rignt eins og hellt væri úr fötu. Skúrirnar komu nákvæmlega á þeim tíma sem spáð hafði verið og allt varð gegnblautt. –Ætli sé ekki best að hlaupa. Það er ekkert lát á þessari rigningu. Eru allir með far?
Steven, sem var nýjasti skjólstæðingurinn í hópnum, leit undan þegar allir hinir lyftu bíllyklunum sínum. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is