Welcome to Starlight

Fjallabúarnir
Fjallabúarnir

Fjallabúarnir

Published September 2022
Vörunúmer 440
Höfundur Michelle Major
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Tessa Reynolds andaði djúpt að sér gufunni í loftinu og reyndi síðan að verjast hóstanum. Hún einbeitti sér að því að anda eðlilega og minnti sig á að þetta væri bara svolítill hósti og ofur eðlilegur. Heilsuhraust fólk hóstaði líka. Hann var ekki endilega merki um að eitthvað væri að. Samt sló hjartað ört í brjósti Tessu. Hún var nefnilega ekki heilsuhraust. Reyndar var hún orðin það núna, en jafnvel þriggja ára góð heilsa dugðu ekki til að eyða afleiðingum tuttugu ára ólæknandi nýrnaveiki. Hún dýfði hendinni í vatnið í heitu uppsprettunni þar sem hún sat. Þó að það væri miður apríl í Cascade-fjöllunum í vestanverðu Washingtonríki hafði þessi dagur verið óvenju svalur. Meðal annars þess vegna hafði Tessa gengið tvo og hálfan kílómetra frá bústaðnum sínum að heitu lauginni sem hún kannaðist við síðan í bernsku. Þegar hún var yngri hafði hún ekki getað gengið alla þessa leið. Minningin um það er frænka hennar og systir skildu hana eftir voru eins og kláði sem hún náði ekki að klóra í. Brátt tæki að rökkva og hitastigið lækkaði jafnt og þétt. Hún yrði að fara upp úr mjög fljótlega ef hún ætlaði að komast til baka upp hálsinn áður en myrkrið skylli á. Hún var komin til smábæjarins Starlight til að byrja upp á nýtt og verða eitthvað annað en veika stúlkan Tessa. Verða ótemjan sem hún hafði alltaf álitið sig vera. En það var munur á ótemju og heimskingja. Aðeins þeir síðarnefndu myndu halda sig úti í þéttum skógi í myrkri.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is