Tyler Anne Snell

Erfið fortíð
Erfið fortíð

Erfið fortíð

Published Maí 2021
Vörunúmer 416
Höfundur Tyler Anne Snell
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Caleb Nash rannsakandi skipti á gallabuxunum fyrir hlaupastuttbuxur og vonaði í lengstu lög að enginn sem hann þekkti sæi hann.
Þetta var einstaklega góður dagur í Overlook, ekki of mikill raki og ekki of mikill hiti heldur. Hann þurfti að þrífa frjókornin af bílnum áður en hann færi í vinnuna nema hann vildi að Jazz, félagi hans, færi að nöldra. Hún minnti hann alltaf á að þau væru fulltrúar löggæslunnar, bílarnir meðtaldir, en það var auðvelt fyrir hana að segja það. Hún ók um á ljótum gráum fólksbíl sem frjókornin sáust ekkert á, svo að ekki sé minnst á að maðurinn hennar var bílasali.
Caleb ók um á gömlum dökkbláum pallbíl sem gulu frjókornin sáust greinilega á og ekki átti hann maka í starfi sem hægt var að njóta góðs af. Sú sem hann var síðast í sambandi með hafði hætt með honum af því að hann var giftur vinnunni og hafði ekki áhuga á öðru hjónabandi. Hennar orð, ekki hans, og hún hafði aldrei verið hrifin af þessum litla bæ. Það síðasta sem hún hefði haft áhyggjur af var að hann æki um á bíl sem var þakinn frjókornum.
Það var þó ekkert miðað við kjaftaganginn ef einhver í bænum sæi einn þríburanna úti að skokka í svona stuttum stuttbuxum.
Þegar fjölskyldan var annars vegar höfðu bæjarbúar nóg til að tala um og hann vildi forðast að bæta berum fótleggjum sínum við það allt saman. Líka forðast að lögreglustjórinn sæi hann því hann fengi að heyra það næstu mánuðina.
Mamma hans hafði kíkt í heimsókn og misst sig í vortiltekt sem hann hafði ekki beðið um en ekki getað stöðvað. Afleiðingarnar voru meðal annars þær að hún hafði hent íþróttafötunum hans.
Núna var hann að setja eyrnatólin í eyrun við endann á Connor’s

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is