Tennesse The McKENZIES

Þjóðgarðsmorðin
Þjóðgarðsmorðin

Þjóðgarðsmorðin

Published Október 2020
Vörunúmer 80
Höfundur Lena Diaz
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Remi sté út úr slóðinni og lagði við hlustir þegar hún lét sem hún væri að skoða tré. Hún gerði það meðvitað að stinga höndunum í jakkavasana til að líta út fyrir að vera berskjölduð, varnarlaus og fullkomlega ómeðvituð um yfirvofandi hættu ef sá sem veitti henni eftirför skyldi vera nægilega nálægur til þess að sjá hana. Því fór þó fjarri að hún væri varnarlaus. Hægri hönd hennar hélt þéttingsfast um skaftið á fullhlaðinni 9 mm SIG Sauer skammbyssu sem hún faldi í jakkavasa sínum. Byssan var gjöf frá föður hennar á átjánda afmælisdaginn hennar og nafnið hennar var grafið með
skrautstöfum í skaftið. Þá hafði hann verið mjög veikur svo mánuðum skipti og vissi áreiðanlega að hann ætti ekki langt eftir. Tilgangur gjafarinnar var augljós að mati Remi...
að gera sitt til að tryggja öryggi einu dóttur sinnar sem var enn á lífi.
Hafði hún ímyndað sér fótatakið áðan eða hafði þetta verið bergmál af hennar eigin fótataki í kyrrð fjallanna? Ímyndaði hún sér það eða reyndi sá sem veitti henni eftirför að ganga í takt við fótatak hennar svo að hún yrði hans ekki vör? Remi bræddi þetta með sér um stund og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki ímyndarveik... og það þýddi að einhver veitti henni eftirför.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is