Scarlet Wilson

Hamfarir
Hamfarir

Hamfarir

Published Febrúar 2020
Vörunúmer 383
Höfundur Scarlet Wilson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Amber Berkeley hallaði sér upp að lyftuveggnum þegar hún fór niður á jarðhæðina. Hurðirnar endurköstuðu brenglaðri
mynd. Hún hafði gleymt að líta í spegil áður en hún fór. Hárið sem var hálfpartinn uppsett leit út eins og einhvers konar
ringlað og villt dýr á höfðinu á henni. Hún hló upphátt. Hún vildi ekki einu sinni vita hvernig skærbleiki varaliturinn leit út.
Í sannleika sagt var henni alveg sama.
Það var nokkuð víst að á dansleik kvöldsins yrði mikið af sérfræðingum og ráðgjöfum sem voru allir of mikilvægir til að
anda. Hún elskaði starfið sitt, en sumir læknar virtust tilheyra sinni eigin tegund. Að eigin mati ofurmikilvægir og ofuráhugaverðir. Amber eyddi ekki miklum tíma í þannig fólk.
Á morgun myndi hún halda fyrirlestur á einni af virtustu ráðstefnum í heimi. Og hún gat ekki látið sem hún væri ekki
taugaóstyrk. Hawaii var stórkostleg staðsetning. Hundrað prósent stórkostlegri en flestir staðir sem hún hafði heimsótt.
Stofnunin um forvarnir sjúkdóma sendi starfsfólk sitt til að rannsaka aðstæður þegar sjúkdómar brutust út og koma í veg fyrir að þeir breiddust út. Amber var aðallega staðsett í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Chicago, eða sem hluti af teymi á einum af mörgum leiðöngrum þeirra, yfirleitt til staða með fátæklega aðstöðu.
Fimm stjörnu hótelið á Hawaii var eins og eitthvað í draumi.
Hún fékk meira að segja litríkan blómakrans um hálsinn þegar 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is