RÖKKUR BÖRN

Ótvíræðar sannanir
Ótvíræðar sannanir

Ótvíræðar sannanir

Published Janúar 2020
Vörunúmer 369
Höfundur Amanda Stevens
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

egnið buldi á regnhlífinni og Catherine March varð því ekki vör við fótatak fyrir aftan sig en var þó sífellt að líta um öxl.
Ekkert óvenjulegt að sjá í þetta skiptið heldur. Hún var sannfærð um að henni var veitt eftirför. Hún greikkaði ósjálfrátt sporið eftir gangstéttinni sem var hættulega hál í rigningunni. Nei, hún mátti ekki láta þessa vitleysu ná tökum á sér. Hver í ósköpunum ætti að veita henni eftirför? Hún lifði kyrrlátu og látlausu lífi og varði flestum stundum í rannsóknastofunni eða einhverri kennslustofu háskólans. Fjölmargar löggæslustofnanir í Charleston og nágrenni í suðurhluta Karólínufylkis leituðu reglulega ráða hjá henni. Að hún væri byssuglöð og heilluð af rannsóknum skelfilegra morðmála var tilbúningur fjölmiðla frá upphafi til enda.
Catherine rannsakaði hvorki glæpi né eltist við afbrotamenn.
Starf hennar fólst í því að rannsaka, greina og upplýsa um orsakir dauða fórnarlamba slíkra manna. Flest þeirra mála sem hún tók að sér að rannsaka voru óleyst morðmál og starf hennar snerist um rannsóknir á beinagrindum sem tíminn, rándýr, veður og vindar höfðu séð um að hreinsa allt hold af.
Verkefni hennar þessar vikurnar var að gera tillögur að útliti fjórtán einstaklinga en beinagrindur þeirra höfðu fundist á
landareign í útjaðri Charleston. Fyrrum eigandi húsnæðisins, Delmar Gainey, hafði varið síðustu fimm árum lífsins á hjúkrunarheimili og síðustu tvo áratugina fyrir þann tíma hafði hann verið bundinn við hjólastól. Áður en hann lenti í slysi sem olli því að hann lamaðist fyrir neðan mitti hafði hann hinsvegar myrt þessar fjórtán konur og steypt lík þeirra inn í veggi hússins eða grafið þau í garðinum.
Líkamsleyfar fórnarlamba hans hefðu að öllum líkindum leynst þarna um alla framtíð ef ekki hefði verið fyrir nýjan

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is