Robin Perini

Líf á flótta
Líf á flótta

Líf á flótta

Published September 2019
Vörunúmer 396
Höfundur Robin Perini
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Rakinn í vorblænum lagðist á Burke Thomas líkt og kærasta sem hann vildi ekki. Brennheit Texas-sólin myndi þó allavega vera í bakið á honum á leiðinni til Dallas-Fort Worth.
Gluggatjöldin á niðurníddu húsi fyrrverandi eiginkonu hans voru dregin til hliðar og hún leit út. Þegar hann sá hana fann hann nístandi sársauka í höfðinu. Ef hann gæti drepið Faith þá myndi líf hans batna til muna. Hann vildi ekkert frekar en að brjótast inn um dyrnar og sleppa sér.
Þess í stað beit hann sig í kinnina til að halda aftur að þessum hugsunum.
Burke dró andann djúpt áður en hann sneri við og labbaði hægt að Mercades-bílnum sínum. Hann gat stjórnað þessu. Hann stjórnaði.
Hann opnaði dyrnar og leit á bílstjórasætið. Á leðrinu var lítil moldarskán.
Zoe.
Hann þrýsti nöglunum inn í lófann á sér og þær skárust inn í hörundið.
Dóttir hans hafði óhreinkað bílinn.
Óþolandi. Barnið hans þurfti að læra mannasiði. Núna. Ef það var ekki orðið of seint nú þegar.
Hann tók plastpoka úr hanskahólfinu og sótti tusku og áburð fyrir leðuráklæðið. Hann þurrkaði skítinn varlega af áklæðinu.
Brátt fóru hreyfingar hans að verða stjórnlausar, fram og aftur, fram og aftur, fram og aftur. Glansinn varð að koma aftur. Hann varð að koma aftur.
Zoe. Zoe. Zoe. Zoe.
Með hverri hreyfingu fram og aftur sveimaði nafn dóttur hans fyrir hugsjónum hans. Hann varð að ná stjórn á henni. Ef hann gæti siðað dóttur sína sjö ára þá myndi hún kannski ekki verða eins og mamma sín. Það var vandamálið með hans fyrrverandi.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is