Rachel Lee

Húsið
Húsið

Húsið

Published Janúar 2019
Vörunúmer 396
Höfundur Rachel Lee
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Aldrei bjóst hún við því að hitta fyrir karlmann í húsinu.
Vanessa Welling stóð á blautri gangstéttinni milli tveggja hálfbráðinna skafla og virti fyrir sér húsið sem hún átti en kærði sig ekkert um. Hatrið og sársaukinn í brjósti hennar voru næstum tveggja áratuga gömul og sökudólgurinn var maðurinn sem hafði búið í þessu húsi. Sá maður hafði lagt fjölskyldu hennar í rúst og hana langaði mest til að kveikja í kofanum.
Hún hafði reynt að losa sig út úr þessu og hafði rifist við lögfræðinginn sem hringdi í hana og sagði henni að hún ætti húsið. Því miður hafði Bob Higgins arfleitt hana að því áður en hann geispaði golunni í steininum og það merkilega var að það gat hann gert jafnvel þótt hún kærði sig ekki um það. Hún gat ekki neitað að taka við húsinu. Hún gat ekki skilað því og eins og sakir stóðu bar hún ábyrgð á því að fasteignagjöldin væru greidd. Hún bæri ábyrgð á öllum kostnaði við húsið þar til henni hefði tekist að losna við það.
Henni var illt í maganum og augunum og allt sem hún hafði reynt að gleyma og grafa lét nú á sér kræla innra með
henni og olli henni ógleði.
Hafði maðurinn talið að þetta væri einhvers konar friðþæging? Það var nefnilega ekki svo. Ekkert hús gat fært
henni föður sinn aftur eða árin sem töpuðust vegna áfengis

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is