Piparsveinarnir

Niðurtalningin
Niðurtalningin

Niðurtalningin

Published Mars 2018
Vörunúmer 378
Höfundur Julie Miller
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

−Þú er nú meiri rugludallurinn, fulltrúi Watson.
Keir Watson skellihló framan í Natalie Fensom Parker, brúðarmeyjuna sem var förunautur hans upp að altarinu við brúðkaup systur hans. Hann lagaði dumbrautt bindið við vesti í stíl sem hann klæddist undir svörtum smókingfötum og bar
höndina að enni sér að hermannasið á leið framhjá Al Junkert.
Al var gamall fjölskylduvinur og einnig fyrrum lögreglumaður og samstarfsfélagi föður Keir, Thomas, eða þar til sundurskotinn fótleggur hafði rekið hann á eftirlaun fyrir aldur fram. –Það er ekki rétt, frú. Ég segi ávallt satt og þú ert fegursta ólétta konan hér í dag. Enginn gestanna getur slitið af þér augun.
Blómvöndurinn sem engu var líkara en hvíldi á útþöndum kvið Natalie hristist allur til þegar hún flissaði. –Augu allra eru
á systur þinni og Gabe í dag. Það er enginn sem horfir á mig vagga hérna upp að altarinu.
−Það gerir eiginmaður þinn reyndar.
−Ég gæti trúað að Jim fylgist frekar með þér, sagði hún og brosti út að eyrum til eiginmanns síns þegar þau gengu hjá
sætaröðinni þar sem hann stóð. –Þau Olivia systir þín hafa starfað hlið við hlið um tíma og ég fylgist því óneitanlega náið
með ykkur Watson bræðrunum. Þriðju kynslóðar lögreglumenn á eftir föður ykkar og afa. Hann Jim minn þekkir nú vel orðspor ykkar innan lögreglunnar.
−Að ég stefni að því að vera ámóta seigur og hann er úrræðagóður? Að ég ætli mér að verða aðstoðarvarðstjóri áður en
ég næ þrjátíu og fimm ára aldri?
−Nei, að þú sért daðrari fram í fingurgóma. Hún þrýsti

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is