Nikki Logan

Riddari götunnar
Riddari götunnar

Riddari götunnar

Published September 2016
Vörunúmer 368
Höfundur Nikki Logan
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Svona augnablik þoldi Evelyn Read ekki. Augnablik sem skilgreindu lífið. Augnablik þegar ótti hennar og fordómar risu upp á móti henni... eins og eitursnákur sem einhver gerði hverft við.
Hún pírði augun á manninn af mótorhjólinu í fjarska, sem haltraði í átt til hennar í hitamistrinu. Hún kreppti hnefann um stýrið.
Kannski hafði bróðir hennar horfið við svona aðstæður. Kannski hafði Trav stansað fyrir ókunnum manni, kannski hafði það einmitt gerst þannig þegar hann hvarf fyrir mörgum mánuðum. Eðlisávísunin öskraði á hana að stíga á bensíngjöfina uns maðurinn... hættan... væri langt að baki. En svona stund        hefði líka getað bjargað bróður hennar. Ef ókunn manneskja hefði verið nógu góð eða hugrökk til að stansa. Þá væri Trevor kannski hjá þeim núna. Öruggur. Elskaður. En ekki einn, hræddur... eða eitthvað enn verra. Maginn í henni herptist saman af ótta við að vita aldrei hvað hafði komið fyrir hann. Það gerðist alltaf þegar hún hugsaði of lengi um þetta brjálæði.
Maðurinn haltraði nær.
Átti hún að hlusta á eðlisávísunina og flýja eða bregðast við því sem hafði verið innrætt í hana, að hjálpa fólki í vandræðum? Líklega voru til einhverjar óbyggðareglur sem átti að fylgja en hún hafði heyrt of margar sögur frá syrgjandi fólki til að hafa áhyggjur af kurteisi.
Eve leit á mótorhjólið sem stóð í vegarkantinum. Svo leit hún nær sér, á manninn sem nálgaðist gömlu og endurgerðu smárútuna sem hún keyrði um Ástralíu á. Hún leit á hurðina til að ganga úr skugga um að hún væri læst.
Maðurinn stansaði við farþegadyrnar

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is