Nicole Helm

Mannshvarf
Mannshvarf

Mannshvarf

Published Júní 2020
Vörunúmer 374
Höfundur Nicole Helm
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Litla systir hans hafði hins vegar takmarkaðan skilning á því.
–Ég er í vanda, sagði hún án þess að heilsa þegar Cam sté út úr bílnum. Hann hafði lagt honum á stæðinu við skrifstofur lögreglustjórans í Bentsýslu og haldið að hann myndi hitta Laurel inni, en þarna stóð hún og beið eftir honum.
–Ég sagði þér að giftast ekki manni af Carson-kyni en þú vildir ekki hlusta.
–Það er ekki það, sagði Laurel. Henni stökk ekki einu sinni bros og hreytti heldur ekki í hann neinum ónotum. Það þýddi að hún var í lögguham. –Inni er kona sem er að reyna að gefa skýrslu um mann sem er saknað, en hann er ekki til.
Cam stakk höndunum í vasana og reyndi að sýna þverhausnum, systur sinni, dálitla þolinmæði. –Hvað kemur mér það
við?
Laurel stundi eins og Cam væri heimskasti maður á jarðríki.
Ekki bætti það geð hans.
–Ég, sem lögregluþjónn, get ekki gert mikið til að hjálpa henni.
Öðru máli gegnir um þig.
–Ég rek öryggisþjónustu. Í hagnaðarskyni. Við erum ekki einkaspæjarar og vinnum ekki fyrir lögregluna.
Cam var reyndar eini starfsmaður fyrirtækisins, en áform hans voru mikil og stór.
–Það er eitthvað við þetta mál, sagði hún og gaut augunum til byggingarinnar þar sem stöðin var til húsa. –Ég átta mig ekki á því hvað það er og hef ekki tíma til að komast að því. Þú hefur hins vegar nægan tíma.
–Laurel 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is