Nicole Helm

Ískaldur í innsta hring
Ískaldur í innsta hring

Ískaldur í innsta hring

Published Mars 2018
Vörunúmer 347
Höfundur Nicole Helm
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Gabby Torres hætti að telja dagana í upphafi sjötta ársins. Hún vissi ekki hvers vegna það var þá. Fyrstu sex árin höfðu verið sársaukafull, einangrandi og hræðileg. Hún hafði misst allt.
Fjölskylduna. Framtíðina. Frelsið.
Það eina sem hún átti núna var…lífið sjálft, sem í hennar tilfelli var ekki mikið líf þegar á allt var litið.
Fyrstu fjögur árin hafði hún barist eins og ljón. Hún réðst á allt og alla sem komu nálægt henni. Í hvert skipti sem fangari
hennar kom og sagði henni eitthvað hræðilegt, hafði hún slegist harðar en hún hélt hún gæti.
Kannski hefði hún orðið þreytt á að berjast ef maðurinn hefði ekki verið svona kátur þegar hann sagði henni að faðir
hennar væri dáinn, tveimur árum eftir að hann tók hana til fanga. En í hvert skipti sem hann birtist mundi hún hve glaðhlakkalega hann hafði sagt henni þessar hræðilegu fréttir. Það endurnýjaði baráttuviljann í hvert einasta skipti.
En það undarlegasta við þessi átta ár í haldi var, að þó hún hefði verið barin nokkrum sinnum höfðu Folinn og menn hans
ekki þvingað sig upp á hana eða hinar stúlkurnar.
Árum saman hafði hún velt fyrir sér hver tilgangur þeirra væri og af hverju hún væri þarna. Það voru aðeins einstaka verk sem Folinn neyddi hana og hinar stúlkurnar til að vinna, eins og að sauma dóppoka inn í bílasessur eða því um líkt.
En hún hafði verið hér átta ár og var þreytt á að reyna að finna út af hverju hún væri þarna eða hver tilgangurinn með

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is