Morðin í Arnarfjöllum

Klækjabrögð
Klækjabrögð

Klækjabrögð

Published September 2019
Vörunúmer 67
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Lacy Milligan gretti sig þegar þunga stálhurðin skall að stöfum fyrir aftan hana. Eftir tæplega þriggja ára vist fékk hún enn hroll er hún heyrði hljóðið. En framvegis þyrfti hún aldrei að heyra það. Frá og með þessum degi var hún frjáls kona.
Hún elti vörðinn eftir flísalögðum ganginum. Sterk lykt af sótthreinsiefnum réðst á vit hennar.
Við dyrnar að móttökuherberginu fremst í byggingunni nam hún staðar og beið meðan annar vörður opnaði þær.
Handan dyranna beið Anisha Cook, lögmaður hennar, og ljómaði öll. Hún faðmaði Lacy að sér.
Lacy stirðnaði. Þetta var eitt af því sem hún yrði að venjast. Hún var fyrir löngu orðin óvön allri snertingu, sem var bönnuð í fangelsinu. Snerting á borð við faðmlag gat leitt til líkamsleitar og jafnvel refsingar.
En þær reglur giltu ekki um hana lengur.
Þess vegna endurgalt hún faðmlagið eftir bestu getu.
Þá tók hún eftir því að í herberginu var fleira fólk, svo sem fangelsisstjórinn, blaðamenn og foreldrar hennar.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is