Lynne Marshall

Brimbrettakappinn
Brimbrettakappinn

Brimbrettakappinn

Published Október 2020
Vörunúmer 417
Höfundur Lynne Marshall
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

aglega, dökkhærða konan með pappakassann og sorpsekkinn þurfti á hjálp að halda.
Mark Delaney hafði fyrst tekið eftir henni daginn áður, ekki síst taglinu í hárinu sem honum fannst afar truflandi. Nú virtist stórslys vera í aðsigi svo að hann stökk niður úr stiganum sem hann notaði við að mála ufsirnar á Drumcliffe-hótelinu. Litlu munaði að hann sneri á sér ökklann. Síðan skokkaði hann yfir götuna og reyndi að leyna heltinni.
–Þarftu aðstoð?
–Ó, sagði hún, leit flaumósa á hann og var um það bil að missa kassann. –Já, takk.
Hann rauk til og greip kassann, sem reyndist vera léttur.
–Uppáhalds enska testellið mitt er í honum, sagði hún og kinkaði kolli í átt að kassanum. –Ég hefði átt að skipuleggja þetta betur, bætti hún við, nam staðar, greip andann á lofti og brosti.
–Ég heiti Laurel Prescott. Hver ert þú?
–Mark Delaney, svaraði hann og benti yfir götuna. –Foreldrar mínir eiga Drumcliffe.
Hunangsgular augnabrúnirnar lyftust. –Nú? Þá erum við nágrannar.
Hann lagði kassann frá sér á pallinn. Hún gekk til hans og hann sá að hún var með brún augu sem minntu á stórar möndlur.
Það leist honum vel á.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is