Louisa George

Ferskur andblær
Ferskur andblær

Ferskur andblær

Published Júlí 2019
Vörunúmer 376
Höfundur Louisa George
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Þarna var hún aftur komin. Þriðji dagurinn í röð sem hún þrammaði framhjá húsinu hans, hringlaði í sveitahliðinu á girðingunni sem lá meðfram landareigninni og gekk stíginn upp á hæðina. Hann hefði ekki tekið eftir þessu... almennt sýndi Joe stöðugum straumi göngufólks og fólks á dagsferðalögum framhjá húsi hans við fjallsræturnar lítinn áhuga... ef ekki væri fyrir bjarta og marglita húfuna og eldrauða, hnjásíða prjónakápuna sem virtist henta betur til verslunarferða en fjallgöngu.
Það hafði verið húfan sem hafði fyrst vakið athygli hans.
Mismunandi tónar af appelsínugulum, gulum og lit sem hann þóttist viss um að systir hans myndi kalla rauðbrúnan eða eitthvað þvíumlíkt. Eins og sólstafir eða sólarupprisa. Ferskur andvari í snemmbúnum haustgrámanum sem hafði legið yfir
Vatnahéraðinu síðustu vikurnar. En að klæðast ullarkápu og engri almennilegri regnflík? Það var beinlínis heimskulegt. Hún var líklega ein af þessum illa útbúnu rugludöllum sem hann heyrði allt of oft af, sem björgunarsveitirnar hættu lífinu til að leita að í myrkrinu.
Ætti hann að segja henni frá veðurspá dagsins? Hlaupa á eftir henni eins og einhver slettireka og segja henni að dúða sig og koma sér aftur niður fyrir myrkur, áður en rigningin myndi skella á?
Hann hélt nú síður. Hann hafði lofað sjálfum sér að hann myndi ekki lengur vera að skipta sér af... temja sér umburðarlyndi, koma Katy í skólann, fara síðan í vinnuna, koma aftur heim. Þannig var líf hans núna: hreinsa og endurtaka.
En vegna húfunnar gat hann ekki haft augun af henni. Hún

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is