Þarna var hún aftur komin. Þriðji dagurinn í röð sem hún þrammaði framhjá húsinu hans, hringlaði í sveitahliðinu á girðingunni sem lá meðfram landareigninni og gekk stíginn upp á hæðina. Hann hefði ekki tekið eftir þessu... almennt sýndi Joe stöðugum straumi göngufólks og fólks á dagsferðalögum framhjá húsi hans við fjallsræturnar lítinn áhuga... ef ekki væri fyrir bjarta og marglita húfuna og eldrauða, hnjásíða prjónakápuna sem virtist henta betur til verslunarferða en fjallgöngu. Það hafði verið húfan sem hafði fyrst vakið athygli hans. Mismunandi tónar af appelsínugulum, gulum og lit sem hann þóttist viss um að systir hans myndi kalla rauðbrúnan eða eitthvað þvíumlíkt. Eins og sólstafir eða sólarupprisa. Ferskur andvari í snemmbúnum haustgrámanum sem hafði legið yfir Vatnahéraðinu síðustu vikurnar. En að klæðast ullarkápu og engri almennilegri regnflík? Það var beinlínis heimskulegt. Hún var líklega ein af þessum illa útbúnu rugludöllum sem hann heyrði allt of oft af, sem björgunarsveitirnar hættu lífinu til að leita að í myrkrinu. Ætti hann að segja henni frá veðurspá dagsins? Hlaupa á eftir henni eins og einhver slettireka og segja henni að dúða sig og koma sér aftur niður fyrir myrkur, áður en rigningin myndi skella á? Hann hélt nú síður. Hann hafði lofað sjálfum sér að hann myndi ekki lengur vera að skipta sér af... temja sér umburðarlyndi, koma Katy í skólann, fara síðan í vinnuna, koma aftur heim. Þannig var líf hans núna: hreinsa og endurtaka. En vegna húfunnar gat hann ekki haft augun af henni. Hún
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Hann var seinn. Finn Baird var aldrei seinn fyrir. Ekki lengur. Nú orðið gaf hann sér ætíð tíma til að keyra og finna bílastæði svo að hann yrði kominn á læknastofuna í tæka tíð. Þá gat hann búið sig andlega undir daginn og komið sér í mjúkinn hjá yfirmanninum í leiðinni. Einnig hafði hann tíma til að laga á sér fótinn áður en hann byrjaði að vinna. Hann hafði hvorki búist við því að það tæki svona langan tíma að koma fætinum í lag þennan dag né að það yrði svona sárt. Það var gremjulegt, vegna þess að hann var að flýta sér og því meir sem hann flýtti sér, þeim mun hægrara gekk allt fyrir sig. Í tvo mánuði hafði hann starfað sem sjúkraþjálfari á Barnaspítala heilagrar Margrétar, sem meðal heimamanna gekk gjarnan undir nafninu Maggan, og lagt sig fram um að verða þekktur fyrir að hafa ævinlega nógan tíma fyrir sjúklingana sína. Margir þeirra áttu við stærri vandamál að stríða en hann og flestir brostu meðan á meðferðinni stóð. Síendurteknar æfingar voru erfiðar og leiðigjarnar, en Finn reyndi sitt besta til að fá börnin til að hlæja meðan á þeim stóð. Hann reyndi að telja þeim trú um að ef þau legðu sig fram gætu þau náð hvaða markmiði sem vera skyldi.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Jólalög og klingjandi hljóð frá jólabjöllum smugu inn í höfuðið á Abbie Cook. Á eftir fylgdi hlátur. Nýburar voluðu, tebollum var klingt og kaffiilmur barst um húsið. Farðu burt, heimur. Barnagráturinn stakkst í hjartað á henni eins og beittur hnífur og jók enn á sársaukann sem fyrir var. Hún neitaði að opna augun og reyndi eftir megni að halda niðri því litla sem hún hafði borðað. –Gleðileg jól, Abbie. Vaknaðu. Læknirinn fer á stofugang eftir augnablik. Þú gætir jafnvel fengið að fara heim. Viltu ekki vera heima hjá þér á jóladag, vinan? Þó að Abbie væri með lokuð augun fann hún tár renna niður kinnina. Hún sneri sér undan. Síst af öllu langaði hana til að fara heim í tóma húsið með tóman maga og kramið hjarta. Það var yndislegt að geta legið þarna í móki undir sænginni, ekki síst þennan dag. Þetta voru þriðju jólin hennar án Michaels. Þau fyrstu höfðu verið þokukennd og einkennst af samúðarskeytum. Á öðrum jólunum hafði hún þóst skemmta sér vel með fólki sem fannst að hún ætti ekki að vera ein, enda þótt hún þráði ekkert frekar en einveru. Og nú þetta. Enn eitt árið án skreytinga. Enn eitt árið var að líða án þess að hún hefði efnt loforðið sem hún gaf manninum sínum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
–Við erum komin með gjafa. Max Maitland setti höndina á öxl bróður síns. Fyrsta skrefið í því að laga allt saman. Guð mátti vita að það var þörf á því. Líka hugrekkis og hæfileika hans sem skurðlæknis. Líf Jamie litla valt á því að þetta tækist. Mistök komu ekki til greina. Ekki núna. Ekki þegar svona mikið var í húfi. –Já, við erum með gjafa. Augu Mitchells ljómuðu af von þegar þeir gengu að borði hjúkrunarfræðinganna. –Mig. –Ha? Nei. Það var slys... verið er að fljúga með nýrun hingað. Við þurfum að gera nokkrar rannsóknir en við fyrstu sýn virðist allt henta. Max gat ekki hætt á að hafa bróður sinn einnig á skurðarborðinu. –Ég sé um ígræðsluna, auðvitað. Við erum bara að bíða eftir öðrum í teyminu. –Nei. Ég vil gera þetta. Ég vil gefa syni mínum nýra. Ég verð að gera þetta, fjandinn hafi það. Barkakýlið hreyfðist upp og niður í hálsinum á Mitch þegar hann kyngdi. Hann hélt um brún skrifborðsins svo hnúarnir hvítnuðu. Max vissi hve erfitt það hafði verið fyrir bróður hans að verða faðir. Enn erfiðara að komast að því að barnið sem hann var nýlega búinn að hitta myndi deyja án hjálpar. Max dró hann burt frá símunum, skjáunum og gráti barnanna, og leit svo í augun á Mitch. Grjóthart augnaráðið sem hann notaði speglaðist í augum bróður hans. Augu þeirra voru svo lík. Maitland-augu. Eins og Jamie hafði. Bróðursonur hans. Max varð þungt fyrir brjósti. Hve lengi hafði hann óskað