Leyndardómar Winchester

Týndur
Týndur

Týndur

Published Nóvember 2020
Vörunúmer 410
Höfundur Debra Webb
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

NÚNA
Föstudagur 6. mars
Winchester, Tennessee
Halle Lane hlustaði á blaðamanninn, vinnufélaga sinn, láta móðan mása um væntanlega viðburði í Winchester sem hann hafði hugsað sér að fjalla um. Það var næstum því hver einasti viðburður sem í vændum var næsta mánuðinn.
Hún ætti í raun ekki að kvarta. Halle var ný. Hún hafði aðeins verið í þessu starfi í þrjá mánuði, en þekkti Winchester
alveg jafn vel og Roger Hawkins. Hún gat ekki með neinu móti kallað hann Rog. Hann var ábyggilega orðinn sjötugur
og hafði fjallað um fundi og mannfagnaði í Winchester í um það bil hálfa öld.
Hvernig gat hún búist við því að fá fyrstu fréttir um nokkurn skapaðan hlut í Winchester? Hún var frá Nashville og fallandi stjarna á sviði rannsóknarblaðamennsku. Hawkins sá um félagslífið og dánartilkynningarnar. Yfirmaður hennar
og eigandi blaðsins, Audrey Anderson-Tanner, tók yfirleitt að sér allar stórfréttirnar. Eini möguleikinn á því að fá að kljást við eitthvað bitastæðara en slagsmál á krám og smáinnbrot fólst í því að Audrey var barnshafandi. Hún átti von á sínu fyrsta barni, tæplega þrjátíu og átta ára gömul.
Halle hafði langað til að stökkva hæð sína í loft upp þegar hún heyrði tíðindin. Hún samgladdist vitanlega hjónunum
Audrey og Colt Tanner, sýslulögreglustjóra, en aðallega var hún þó kát yfir þeim möguleika að fá að vinna krassandi frétt einhvern tíma áður en áratugurinn tæki enda. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is