Í myrkrinu virtist húsið ekkert öðruvísi en hin húsin við götuna. Myrkrið huldi smáatriðin svo það sást lítið annað en formlausar útlínur í húsaröðinni. Trén sem uxu í kringum það sáu fyrir skuggum sem huldu annað á lóðinni sýn. Það var ekki fyrr en skýin skildust að sem snöggvast, þannig að dauft tunglsljósið gat skinið á húsið, að það kom í ljós hversu frábrugðið það var.
Snörp vindhviða reif í trjágreinarnar sem börðust við gluggann beint fyrir framan Karinu sem stóð rétt fyrir innan gluggann en hún lét sér hvergi bregða. Hætturnar sem að henni steðjuðu voru of raunverulegar til þess að hún léti slík smáatriði hafa áhrif á sig