K-9 Unit Alaska

Björgun í Alaska
Björgun í Alaska

Björgun í Alaska

Published Apríl 2022
Vörunúmer -
Höfundur Elizabeth Heiter
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hún heyrði umtalið um leið og hún kom í bæinn. –Þetta er hún. Stelpan sem var rænt og fannst fyrir fimm árum síðan. –Sú sem drap nærri því systur sína? Alanna reyndi að hundsa augnaráð kvennanna við búðina. Starandi augnaráð og slúður áttu það til að draga fleira fólk að í Desparre, Alaska. Alanna horfði niður og langaði til þess að hverfa og hraðaði sér út. Hún fann augun borast í bakið á sér. Hún fann andardráttinn aukast og svitann spretta af enninu á sér. Þetta voru aukaverkanir þess að senda „foreldra“ sína sem höfðu alið hana upp í 14 ár í fangelsi og flytja síðan í annað fylki til fjölskyldu sem hún reyndi að muna eftir en passaði aldrei í aftur. Aukaverkanir þess að forðast blaðamenn sem vildu fá hennar hlið á málinu. Hún heyrði raddirnar dofna um leið og konurnar færðu sig innar í kjörbúðina sem var staðsett við allar aðalbyggingar Desparre. Þetta var svo ólíkt Chicago, borgarinnar sem hún hafði horfið til eftir að hafa alist upp í Alaska með fjölskyldunni sem hafði rænt henni. Jafnvel þó að hún hafi ekki komið til Alaska í fimm ár þá fannst henni samt eins og hún hafi snúið aftur heim. Alanna dró djúpt andann og lokaði augunum. Kunnugleg hljóð og lykt róaði hana. St. Bernhard hundurinn hennar þekkti einkennin þegar kvíðinn læddist að henni og settist þétt upp við hana. Hún heyrði Chance urra lágt mínútu seinna og hún opnaði augun. St. Bernhard hundurinn var blíður risi og var líklegri til þess að dilla skottinu og bíða eftir magaklóri en að urra að einhverjum en stærð hans og viðvörun var nóg til þess að láta fólk bakka.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is