Flýtilyklar
Brauðmolar
Julie Miller
-
Lögregluvernd
1. maí. Þjóðhátíðardagur Lukinburg. St. Feodor, á tröppunum við torgið framan við höllina. –Eftir þrjá mánuði verður St. Feodor gestgjafi þegar hópur fyrirmenna frá systurborg okkar í Bandaríkjunum kemur í heimsókn. Við ætlum að kynna Bandaríkjamennina fyrir heillandi landinu okkar og sýna þeim að þeir þurfa jafnmikið á okkur að halda og við á þeim. Þeir þurfa á fallegu náttúrunni og hæfileikaríka fólkinu okkar að halda. Smellir frá myndavélum í mannþrönginni blönduðust saman við suðið frá fjölmiðlafólkinu sem sagði fréttirnar á mismunandi tungumálum og hávaðinn var eins og bakgrunnshljóð fyrir brestina í gamla hátalarkerfinu. Allir biðu eftir að litla fjallalandið Lukinborg í Austur-Evrópu færi að blómstra aftur eftir margra áratuga kúgun og tæki sinn réttmæta sess á sviði heimsins einu sinni enn. Svarthærð kona í kremlitaðri dragt kom aftan að prinsinum við ræðupúltið og ýtti laust í öxlina á honum. –Ekki gleyma að nefna nafn borgarinnar yðar tign, sagði hún. –Takk Galina, hvíslaði prinsinn og sneri sér aftur að hljóðnemanum. –Kansas City í Missoury, systurborg okkar, verður félagi okkar í Lukinborg til framtíðar og saman munum við njóta virðingar og blómstra. Við verðum frábærir vinir. Fagnaðarlætin voru ærandi. Prinsinn lagaði gleraugun aðeins og horfði yfir mannfjöldann gegnum skothelda glerið sem umlukti ræðupúltið, framhjá skiltunum þar sem lýst var yfir stuðningi við nýja stjórnarfarið og á þungbúna mótmælendur sem voru ekki eins jákvæðir og biðu eftir tækifæri til að láta í sér heyra. Áður fyrr hefði mannþröng af þessari stærð í borginni,
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Brúðarmær í hættu
Okkur er það mikil ánægja að bjóða þér í ... –Þetta hlýtur að vera grín. Conor Wildman renndi augunum yfir boðskortið í brúðkaupið. Upphleypt bleik hjörtu og fjólubláir borðar skreyttu pappírinn og litla spjaldið með upplýsingunum um hvert átti að senda svarið við boðinu. Þetta hlaut að vera grín. En var það ekki. Kærastan hans fyrrverandi var ansi ósvífin að bjóða honum í brúðkaupið sitt. Ennþá ósvífnara af téðri fyrrverandi að ætla að giftast fyrrum besta vini hans. Hann var ekki bitur. Conor hnussaði, fékk óvart heitt kaffi upp í nefið, og blótaði. Já, svona vel leið honum við að sjá nöfn Joe og Lisu saman, eins og þegar heitur svartur drykkur brennir nasaholurnar. Hann hefði átt að leyfa pósti gærdagsins að liggja á bekknum og skoða hann eftir vinnu í kvöld, eða eftir drykk eftir vinnu sem var enn betra. Nei, hann hefði átt að henda fölbleika umslaginu í ruslið og fara svo beint á barinn þar sem hann og vinir hans í lögreglunni voru vanir að hittast. Heimilisfang sendandans hafði ekki verið á umslaginu til þess að hann myndi ekki henda því beint í ruslið. Ef hann hefði verið búinn að fá kaffi hefði hann kannski rekið augun í að umslagið var sent frá Arlington, Virginiu, en hann var nýkominn úr morgunsturtunni og rétt búinn að hella í fyrsta kaffibollann svo minningin um það sem hann hafði glatað undanfarin tvö ár náði að koma honum á óvart. Það skipti ekki máli þó að hann skildi alveg ástæðuna fyrir því að Lisa sagði honum upp. Of margar lygar sem hann varð að segja, of margar nætur í vinnu þegar hann vann hjá vitnaverndinni. Það var samt sárt að vera sagt upp og röksemdirnar gátu ekki dregið úr sársaukanum við að fá
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leiðangurinn
Jason Hunt hékk á fingurgómunum í nokkur þúsund metra hæð og síminn hans hringdi. Nokkur hundruð metrar í viðbót, þá hefði símasambandið dottið út. Hann treysti á handstyrk sinn og öruggt grip og naut þagnarinnar milli hringinganna. Sumarsólin skein skært fyrir ofan hann og geislarnir voru hlýir á hörundinu. Hitinn endurkastaðist af storkubergsklettunum sem hann hafði verið að klifra upp undanfarna klukkustund. Hann hefði getað haldið sig við merktu leiðina eins og túristarnir en hann hefði ekki viljað missa af þessu útsýni. Heiðskír himinn. Margir kílómetrar milli þessa fjalls og næsta. Snjór á fjallatoppunum, síðan silfurgrátt storkuberg og við tók dökkgræn og brún trjálína. Hann sá meira að segja glitta í grábláar útlínur vatnsins, Jenny Lake, þaðan sem hann hékk. Hann færði takið til að geta snúið sér og andaði að sér lofti sem var svalara og hreinna en í nokkrum öðrum heimshluta sem hann hafði heimsótt. Hann hafði heimsótt fleiri en hann kærði sig um. Héðan sá hann alla leið yfir í dalinn, Jackson Hole, milli fjallanna í fjarska ... En síminn hans hélt áfram að hringja. Hann virti bergið fyrir sér í leit að næsta stað fyrir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Verndargæsla
Thomas Watson fann til í andlitinu af áreynslu við að halda aftur af tárunum þegar hann sá dóttur sína í brúðarkjólnum.
–Pabbi, þetta er allt í lagi. Olivia Mary Watson var búin að pakka öllum hversdagsklæðnaði niður ásamt byssu og skildi og
var komin í perlusaumaðan fílabeinshvítan kjól sem sýndi svart á hvítu að hún var fullorðin kona, nokkuð sem hann var tregur til að viðurkenna. Hún strauk honum um vangann og brosti, minnti Thomas á eiginkonuna sem hann hafði misst en hún hafði fallið fyrir byssukúlu frá dópuðum innbrotsþjófi þegar Olivia var smábarn. –Ég verð alltaf litla stelpan þín.
Hún hafði hætt að vera litla stelpan hann daginn sem hún réð sig í lögregluna í Kansas City, þar sem hann sjálfur, faðir hans og þrír eldri bræður hennar voru líka lögreglumenn, en faðir mátti láta undan tilfinningaseminni á degi eins og þessum. Þau stóðu í gættinni að fataherberginu í kirkjunni og heyrðu tónlistina sem var spiluð fyrir athöfnina en Thomas mundi eftir skrámuðum hnjám, pirrandi eldri bræðrum og ástarsorg sem hafði útheimt ráðgjöf, þolinmæði og faðmlög frá honum.
–Þú ert gullfalleg, svo lík mömmu þinni. Hann strauk blúnduna í slörinu sem brúður hans sjálfs hafði borið 35 árum fyrr þegar hann hafði verið nýútskrifaður lögreglumaður sem hafði verið sendur til Englands í fyrsta verkefni sitt erlendis. Mary Kilcannon hafði verið óbreyttur borgari sem vann á herstöðinni. Hann hafði bjargað henni frá fullum hermanni á barnum eitt kvöldið og þau höfðu farið að spjalla, talað saman þar til nýr dagur rann upp, kysstst fyrsta kossinum og orðið ástfangin.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ágústmáni
–Þetta er einhver Valentínusardagsbölvun, sagði Duff Watson við sjálfan sig. Smókingfötin sem leigan hafði látið hann fá voru áreiðanlega númeri of lítil.
Hvað skyldi fjölskyldan hans segja ef hann tæki af sér slaufuna og hneppti efstu skyrtutölunni frá? Þessi klæðnaður
var bara fyrir apa. En systir hans yrði fúl og faðir hans færi hjá sér. Seamus afi myndi hlæja og bræður hans stríða honum til æviloka. Þá var betra að láta sig hafa það.
Duff var hann ævinlega kallaður, þó að hann héti Thomas.
Hamingja systur hans skipti hann miklu máli og hann hafði meira að segja fallist á að vera svaramaður unnusta hennar.
En það eina sem var venjulegt við þennan dag var skammbyssan í hulstrinu við mjóbakið á honum og skjöldur rannsóknarlögregluþjónsins sem hann geymdi í vasanum.
Yngri bræður hans tveir, Niall og Keir, röltu fyrir aftan hann. Bræðurnir voru að fylgja brúðarmeyjunum að altarinu.
Watson-bræðurnir þrír voru allir lögregluþjónar í þriðja ættlið. Faðir þeirra var löggæslumaður og afi þeirra hafði
verið það líka. Bræðurnir voru gjörólíkir. Niall var sá gáfaði.
Hann var réttarlæknir og vann á glæparannsóknarstofunni.
Hann virtist ekkert kippa sér upp við pompið og praktina í kringum sig. Hann virtist fremur vera að reikna út skrefa-Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Niðurtalningin
−Þú er nú meiri rugludallurinn, fulltrúi Watson.
Keir Watson skellihló framan í Natalie Fensom Parker, brúðarmeyjuna sem var förunautur hans upp að altarinu við brúðkaup systur hans. Hann lagaði dumbrautt bindið við vesti í stíl sem hann klæddist undir svörtum smókingfötum og bar
höndina að enni sér að hermannasið á leið framhjá Al Junkert.
Al var gamall fjölskylduvinur og einnig fyrrum lögreglumaður og samstarfsfélagi föður Keir, Thomas, eða þar til sundurskotinn fótleggur hafði rekið hann á eftirlaun fyrir aldur fram. –Það er ekki rétt, frú. Ég segi ávallt satt og þú ert fegursta ólétta konan hér í dag. Enginn gestanna getur slitið af þér augun.
Blómvöndurinn sem engu var líkara en hvíldi á útþöndum kvið Natalie hristist allur til þegar hún flissaði. –Augu allra eru
á systur þinni og Gabe í dag. Það er enginn sem horfir á mig vagga hérna upp að altarinu.
−Það gerir eiginmaður þinn reyndar.
−Ég gæti trúað að Jim fylgist frekar með þér, sagði hún og brosti út að eyrum til eiginmanns síns þegar þau gengu hjá
sætaröðinni þar sem hann stóð. –Þau Olivia systir þín hafa starfað hlið við hlið um tíma og ég fylgist því óneitanlega náið
með ykkur Watson bræðrunum. Þriðju kynslóðar lögreglumenn á eftir föður ykkar og afa. Hann Jim minn þekkir nú vel orðspor ykkar innan lögreglunnar.
−Að ég stefni að því að vera ámóta seigur og hann er úrræðagóður? Að ég ætli mér að verða aðstoðarvarðstjóri áður en
ég næ þrjátíu og fimm ára aldri?
−Nei, að þú sért daðrari fram í fingurgóma. Hún þrýstiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fósturbarnið
Niall Watson hefði heldur viljað vera að kryfja lík á rannsóknarstofunni en standa við altarið og gæta bræðra sinna.
En ekki gat hann sagt nei við systur sína á brúðkaupsdaginn hennar. Ásamt silfurborðbúnaðinum sem hann hafði pantað á netinu var það hluti af gjöf hans til Oliviu og unnusta hennar að fara í sitt fínasta púss og standa andspænis kirkjugestum, sem ýmist brostu eða táruðust.
Olivia var yngst Watson-systkinanna fjögurra og eina stúlkan í hópnum. Hún hafði beðið hann um að sjá til þess að bræður þeirra, Duff og Keir, hegðuðu sér almennilega.
Það var snjallræði hjá henni. Óþekku bræðrunum yrði haldið á mottunni og Niall neyddur til að taka virkan þátt í athöfninni. Með því að láta hann fá afmarkað verkefni færi hann ekki að hugsa um líkið sem hann hafði skoðað daginn áður á rannsóknarstofunni í suðurhluta Kansasborgar, athugasemdirnar sem hann átti eftir að slá inn í tölvuna eða staðreyndir um fórnarlamb drukknunar sem hann vildi fara yfir aftur áður en hann léti rannsóknarlögreglunni niðurstöðurnar í té.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leitin að sannleikanum
–Guð blessi okkur öll. Katie Rinaldi klappaði ásamt öðrum sem voru staddir í samkomusal skólans en flest sætin voru mannlaus. Leikhópur hverfisins, sem hún var í, var að æfa Jólasögu eftir Charles Dickens. Hvíthærði maðurinn, sem lék Ebenezer Scrooge, stóð á miðju sviðinu, tók í hendur fólks og tók við hamingjuóskum frá öðrum leikurum eftir fyrstu tækniæfingu með hljóðum og ljósum. Búningarnir sem hún hafði hannað handa vofunum þremur virtust passa vel. Um leið og hún yrði búin að mála grímuna handa anda framtíðarjólanna gæti hún setið og notið þess að horfa á leikritið eins og hver annar áhorfandi. Allt í lagi þá, eins og stolt mamma. Hún horfði bara á Tim litla. Hún lyfti þumalfingri til sonar síns og hló þegar hann átti í baráttu við langar ermarnar á jakkanum sínum við að lyfta fingrinum til baka. Hann ranghvolfdi augunum pirraður og hlátur hennar varð að skilningsríku brosi. Hún myndaði með vörunum, –Allt í lagi, ég skal laga þetta. Þegar Tyler Rinaldi var viss um að hún væri búin að sjá þetta sneri hann sér að stráknum við hliðina á sér sem lék einn af eldri Cratchit-bræðrunum og fór að spjalla við hann. Ein stúlknanna kom í hópinn, tók með sér leikmun og um leið voru þau farin að metast um hver yrði fyrstur til að koma tréboltanum, sem var festur við streng, í skálina. Katie hafði þegar nóg að gera í starfi sínu hjá lögreglunni í Kansas City og við erilinn sem fylgdi jólaundirbúningnum, þó að hún bætti ekki starfinu við leikritið við hjá sér en hún var
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Launungarmál
–Af hverju myrtirðu konuna, Stephen? spurði Rosemary March og horfði yfir rispað borðið á yngri bróður sinn. –Og ekki segja að það hafi verið til að ræna hana og fá peninga fyrir fíkniefnum. Ég veit að þú ert ekki þannig. Rosemary horfði á 28 ára karlmanninn sem hún hafði reynt að ala upp eftir að flugslys fyrir nokkrum árum hafði gert þau munaðarlaus. Hún reyndi að láta sem fólk fylgdist ekki með þeim í gegnum gluggana. Það var auðveldara en að láta sem hún fyndi ekki fyrir innilokunarkennd í þessum litla heimsóknarklefa í fylkisfangelsinu í Missouri. En það var ómögulegt að hunsa glamrið frá hlekkjunum sem Stephen March var með um ökkla og úlnliði. –Þú spyrði mig í hvert skipti sem þú kemur, Rosemary. –Af því að ég er ekki ánægð með svörin sem þú hefur gefið mér. Hún strauk fingri eftir kraganum á blússunni sinni og sagði sjálfri sér að hún svitnaði vegna sumarhitans í Missouri, ekki vegna augnaráðsins sem hún fékk frá öðrum fanga eða þeirrar ráðgátu af hverju bróðir hennar hafði myrt konu sem hann þekkti ekki. –Ég þoli ekki að sjá þig hérna. –Þú verður að hætta að velta þér upp úr þessu. Ég á skilið að vera hérna. Trúðu mér. Það hefði aldrei orðið neitt úr mér hvort sem er. –Það er ekki satt. Listrænir hæfileikar þínir hefðu getað... –En ég nýtti þá ekki. Hann hamraði fingrunum á borðplötuna. Þannig hafði hann alltaf verið. Ofvirkur. Alltaf á hreyfingu, alltaf fullur af orku. Faðir þeirra hafði komið honum í frjálsar íþróttir, móðir þeirra hafði fengið honum teikniblýant. Sú útrás gat þó ekki keppt við amfetamínfíknina sem hafði eyðilagt líf hans. –Að missa mömmu og pabba afsakaði ekki að
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Hulduleikur
–Af hverju er málið flokkað sem kalt? Olivia Watson rannsóknarlögreglumaður settist á hækjur sér hjá líkinu sem lá á þykku skrifstofuteppinu. Það hafði fengið þungt höfuðhögg. Blóðpollurinn virtist nógu nýr. Það sem talið var vera morðvopnið, verðlaunagripur fyrir sjálfboðastörf sem tekinn hafði verið af skrifborði þess látna, hafði þegar verið sett í poka og merkt af tæknimanninum sem stóð skammt frá og talaði við réttarlækninn. Einkennisklæddur lögreglumaður og tveir öryggisverðir héldu aftur af starfsfólkinu, sem var gáttað og sorgmætt. Kober & félagar, almannatengslafyrirtækið. Þarna voru einnig forvitnir áhorfendur úr öðrum fyrirtækjum í byggingunni. Rannsóknarlögreglumennirnir tveir voru hinum megin í herberginu að tala við einkaritarann, sem hafði komið í vinnuna eftir hálfs dags dekur í heilsulind og fundið líkið. Þeir virtust hafa góða stjórn á öllu. Af hverju að kalla á hana, sem var í deild í fjórða umdæmi sem sinnti gömlum málum? Olivia hvíldi framhandleggina á lærunum á sér og virti f yrir sér hinn látna, sem virtist vera á sjötugsaldri. Þetta háhýsi úr stáli og gleri í miðborg Kansas City var næstum jafn nýtt og morðið sjálft. Hún var vön að vinna með rykuga kassa og krufningarskýrslur sem vöktu margar spurningar sem ekki hafði verið svarað. Hún vann með beinagrindur og uppþornuð lík, eða áætluð fórnarlömb sem aldrei höfðu fundist. Flestir töldu að deildin hennar fengi auðveldari verkefni en þær sem sinntu nýjum glæpum. Hún vildi líta þannig á það að það þyrfti meiri gáfur, innsæi og þrautseigju en í öðrum deildum lögreglunnar í Kansas City.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.