Flýtilyklar
Brauðmolar
Judy Duarte
-
Flókin fortíð
Marissa Garcia beygði sig yfir töskuna sína, sem lá á bak við búðarborðið í Kleinuhringjabúð Dörlu, og tók
farsímann upp úr henni.
Síðan rétti hún úr sér og sendi skilaboð: Er nokkuð að frétta?
Hún beið átekta og þegar hún fékk ekkert svar lagði hún símann á borðið við hliðina á kaffivélinni. Hún hlyti að frétta eitthvað fljótlega.
Litla bjallan á hurðinni klingdi þegar útidyrnar voru opnaðar.
Svo heyrði hún rödd roskins karlmanns. –Hér er nú aldeilis indæll ilmur. Ég vildi að ég gæti unnið með þér
allan daginn, Marissa.
Hún hló. –Ég veit það. Mér þykir alltaf leiðinlegt að fara héðan, jafnvel þegar vinnudagurinn er búinn.
Carl Matheson var hálfáttræður og hafði barist í tveimur styrjöldum, seinni heimsstyrjöldinni og Persaflóa stríðinu. Hann var einn af athyglisverðustu íbúum Fairborn og eftirlætisviðskiptavinur Marissu.
Hún brosti hlýlega til hans. –Góðan dag, ofursti.
Hvernig hefurðu það?
–Ég get ekki kvartað.
Ofurstinn var hrukkóttur í framan með falleg, blá augu og skeggbrodda á hökunni. Hann deplaði til hennar auga
og brosti er hann ýtti rauðu göngugrindinni sinni inn eftir gólfinu og að glerborðinu í afgreiðslunni.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ógleymanleg nótt
Clay Hastings sat við stóra og mikla eikarskrifborðið á skrifstofu sinni á búgarði fjölskyldunnar og var að fara
yfir lagaskjal. Hann var niðursokkinn í skjalið þegar dyrnar voru opnaðar og faðir hans kom inn án þess að banka.
Hann hélt á kristalsglasi með eftirlætisviskíinu sínu.
Adam Hastings baðst ekki afsökunar á ónæðinu frekar en venjulega. Hann tilkynnti bara ástæðuna fyrir því. –Þú
þarft að fljúga til Randolph í Koloradó í kvöld, Clayton.
Ég sagði flugstjóranum að gefa upp flugáætlunina og fylla á þotuna.
–Hvað er um að vera?
–Ég var að tala við einkaspæjarann minn í símann.
Hann sagði að Alana Perez væri á málþingi naugriparæktenda þar. Ég hef gert henni nokkur mjög góð kauptilboð í búgarðinn, en hún fellst ekki á neitt þeirra. Nú svarar hún ekki einu sinni þegar ég hringi.
Clay hallaði sér aftur í skrifborðsstólnum og krosslagði hendurnar. –Hún vill greinilega ekki selja.
–Það skil ég vel. En rannsóknin leiddi í ljós að Lazy M er í niðurníðslu og þarfnast mikilla viðgerða og viðhalds.
Þar á ofan veit þessi Perez-kvenmaður ekkert um búrekstur. Það er ekkert vit í því fyrir hana að halda í eign
sem hún hefur ekki efni á. Þess vegna vil ég að þú hittir
hana augliti til auglitis og sannfærir hana um að hagsmunum hennar væri best borgið með því að selja mér jörðina.
Faðir Clays hafði byggt upp mikið nautgriparæktarveldi í Texas. En af ástæðum sem hann hafði enn ekkiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Okkar á milli
Vaktin hennar Callie Jamison á kaffihúsinu Lævirkjanum hafði verið svo annasöm að hún hafði varla náð að kasta
mæðinni, hvað þá kanna hvort hún hefði fengið einhver símaskilaboð. Það var ekki fyrr en klukkustund áður en
vaktinni átti að ljúka sem hún tók sér stutt hlé og skaust út um aðaldyrnar.
Hún settist á bekkinn vinstra megin við dyrnar. Hann var gerður úr smíðajárni og eik og stóð undir hvítu og
bláröndóttu skyggni. Síðan tók hún upp farsímann sinn, gamlan samlokusíma sem var hundleiðinlegur þegar senda
þurfti textaboð. En hún gat ekki kvartað. Hún hafði misst snjallsímann sinn ofan í fullan vask af sápuvatni og óhreinu
leirtaui í mars og ekki viljað taka fé út af sparireikningnum sínum til að kaupa nýjan.
Hún opnaði símann og gáði. Nokkur skilaboð höfðu borist síðan hún fór í vinnuna. Þau nýjustu voru frá lækn
inum hennar.
Hún átti tíma hjá Patel klukkan 9 morguninn eftir. Einmitt. Hún hefði hvort eð er ekki gleymt því. Hún
hafði hitt hjúkrunarfræðinginn fyrir nokkrum vikum, en þetta yrði fyrsta heimsókn hennar til læknisins síðan hún
fluttist til Montana og hún hafði þegar beðið um frí þennan dag. Hún eyddi því skilaboðunum og las þau næstu.
Þau hljóðuðu svo: Ekki gleyma að sækja Skálk til hundasnyrtanna. Þeir loka klukkan 16:30.
Þó að Callie hefði verið svolítið úti á þekju upp á síðkastið hafði Alana, vinkona hennar, ekki þurft að minna hana áEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gamlar glæður
Nýi Dodge Ram-pallbíllinn hossaðist eftir malarveginum að GG-búgarðinum, þar sem Matt Grimes hugðist láta fyrirberast þangað til hann hefði náð sér eftir meiðslin og gæti aftur snúið sér að kúrekamótunum. Síðdegissólin blindaði hann næstum því svo að hann dró niður sólskyggnið. Við það yfirsást honum stór og myndarleg hola í veginum. Hann fann til í veika hnénu og bölvaði lágt. Hann yrði að sannfæra George frænda sinn um að það væri tímabært að malbika fjandans veginn áður en hann yrði ófær öðrum ökutækjum en fjórhjólum. Matt hafði ekki komið heim síðan um jól. Hann hefði líklega átt að hringja og láta frænda sinn vita að hann væri að koma, en hann hafði langað til að koma honum á óvart. Hann sveigði til að forðast annan pytt og hreyfingin var svo snögg að hann meiddi sig aftur í hnénu. Hann gnísti tönnum af sársauka. Síðasta nautið sem hann hafi riðið, Grafari, hafði kastað honum af sér og síðan traðkað á honum. Hann hafði ekki beinbrotnað en skemmt vöðva og sinar. Það var samt fjandans ári sárt og læknirinn sagði að það tæki hann dágóðan tíma að ná bata
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fósturbörnin
Rannsóknarlögregluþjónninn Adam Santiago fór aldrei í grímubúning. Stundum þurfti hann reyndar að fara í dulargervi þegar hann var í leynilegri eftirlitsaðgerð, en það taldist varla með. Nú var hann hins vegar kominn á fjáröflunarsamkomu fyrir góðgerðarsamtök, klæddur eins og Zorró. Náunginn í búningaversluninni hafði reynt að fá hann til að kaupa skylmingasverð, en Adam hafði hafnað því þó að sverðið væri vitaskuld ekki ekta. Búningurinn var nógu hallærislegur. Hann bjóst ekki við að þurfa á leikmunum að halda til að flækja málin. Hann hafði að sjálfsögðu keypt svörtu augnagrímuna, sem lá í farþegasætinu. Ef hann væri ekki með augnaumbúnað Zorrós myndi fólk kannski halda að hann hefði bara gleymt að strauja skyrtuna sína. Eða að hann væri nautabani. Margir yrðu hissa að sjá hann þarna, enda var hann mun hrifnari af minni samkvæmum, til dæmis nokkrum ölglösum með vinunum á uppáhaldskránni sinni. Ekki var verra að eiga rómantískt stefnumót að kvöldlagi sem endaði með morgunverði. En samkvæmi kvöldsins var undantekning frá reglunni. Adam hafði meira að segja greitt hundraði dali til þess að koma til þessarar kvöldstundar, sem myndi koma sér vel fyrir tvö eftirlætis góðgerðarsamtök hans í Brightondal, búgarðinn Ruggustólinn og barnaheimilið Krakkabæ. Þegar hann frétti af því að til stæði að halda fjáröflunarsamkomuna ákvað hann að gefa væna fúlgu til málstaðarins og segja fólkinu sem fyrir samkomunni stóð að hann þyrfti því miður að vinna
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hermaðurinn
Ef Clay Masters, höfuðsmaður, hefði ekki verið svona upptekinn af kynþokkafullu, dökkhærðu konunni í rauða bikiníinu hefði hann kannski ekki fengið fótboltann í höfuðið. Fjandinn. Hann leit á gömlu félagana sína úr miðskólanum, sem hlógu báðir ógurlega, og sótti síðan boltann. Á undanförnum þrettán árum hafði hann haldið sambandi við Stegg og Ponsjó í gegnum tölvupóst, textaboð og stöku símtöl, en þeir höfðu ekki varið neinum tíma saman að ráði síðan þeir fóru hver í sinn háskólann. Margur hefði þó ætlað annað. Um leið og þeir hittust á laugardegi í komusalnum í flugstöðinni í Honolúlú var eins og þeir hefðu aldrei farið hver í sína áttina. Nú voru þeir komnir á norðurströnd eyjarinnar Óahú og nutu þess að vera í verðskulduðu fríi. Brimbrettatímabilinu hafði lokið fyrir mörgum vikum. Ströndin var því fámenn. Þar voru raunar engir nema vinirnir þrír og fíngerða, dökkhærða konan sem lá á handklæði í sandinum. Ponsjó gaf Clay olnbogaskot og kinkaði kolli í átt að konunni. –Hún tekur sig svo sannarlega vel út í rauðu bikiníi. Það voru orð að sönnu. Clay hafði ekki getað haft af henni augun síðan hún kom sér fyrir í sandinum. Og þegar hún bar á sig sólarvörnina hafði honum þótt afar freistandi að bjóða fram aðstoð sína. En hann var ekki þangað kominn til að reyna við fyrsta kvenmann sem hann sá. Hann langaði til að njóta þess að vera með vinum sínum. Þegar þeir komu hafði hann skipt um föt
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Jólaboðið
Kæra Debbie. Ég er örvæntingarfull og þarfnast hjálpar þinnar. Elena Montoya skoðaði fyrsta bréfið af nokkrum sem hún hafði verið látin fá á meðan á atvinnuviðtalinu stóð hjá Brightondalstíðindum. Hún var komin í von um að fá starf hjá litla héraðsfréttablaðinu, en sem blaðamaður en ekki nafnlaus kona sem gaf ástsjúkum ráð í vikulegum dálki. Ritstjórinn hét Carlton og var þunnhærður, miðaldra maður. Hann hallaði sér fram á borðið og spennti greipar. –Jæja, hvernig líst þér á? Í alvöru? Elena var þess ekki umkomin að gefa öðrum góð ráð, hvað þá fólki sem átti í erfiðleikum í ástarlífinu. En hún vildi síður upplýsa um reynsluleysi sitt eða efasemdir. –Ég vonaðist til að fá annað verkefni. Eða annars konar dálk. –Við skulum fyrst sjá hvað þú getur gert fyrir þennan, sagði Carlton og hallaði sér aftur í skrifborðsstólnum. Gormarnir nötruðu undan þunga hans og tölurnar á skyrtunni áttu fullt í fangi með að halda aftur af ístrunni. Elena vildi ekki hafna vinnu, jafnvel þó
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Dóttir kúrekans
Kúrekinn Nate Gallagher hafði riðið með nautunum í Pamplóna og setið nokkra af ólmustu hestum landsins í keppnum og sýningum, en aldrei hafði hann staðið fyrir neinu jafn ógnvekjandi og óþægilegu og þessu. Hvern fjandann átti hann að gera við fyrirbura? Sumar beltissylgjurnar hans voru áreiðanlega þyngri en þessi agnarsmáa telpa. Nýburahjúkrunarfræðingurinn var nýbúinn að koma Jessicu litlu fyrir í burðarstólnum og benti á hvítan plastpoka með merki spítalans. –Ég stakk nokkrum pelum og þurrmjólkurdós í pokann handa þér til að taka með heim. Ertu tilbúinn? Nei, fjandakornið. Hjartað sló svo ört að hann hélt að það myndi springa. Svo var hann kófsveittur að auki. En hann skyldi hundur heita ef hann sýndi á sér einhver hræðslumerki. –Jamm. Hann tók upp burðarstólinn, sem hann gat komið fyrir í aftursætinu á pallbílnum sínum. Stóllinn var alveg jafn léttur og þegar hann kom með hann á heilbrigðisstofnunina í Brightondal. Ef hann hefði ekki kíkt ofan í hann, þar sem Jessica litla lá og svaf, hefði hann ekki grunað að hún væri þar. En þarna var hún vissulega, um það bil að fara burt með honum og yfirgefa öryggið á spítalanum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Kúrekastelpan
Hafði hann verið rekinn? Í alvöru? Blake Darnell hallaði sér fram í leðurstólnum sínum við skrifborðið og las skjalið sem hann hafði fengið með síðdegispóstinum. Hann var svo niðursokkinn í það sem nýi lögfræðingur frænda hans hafði skrifað og sent til dómstólsins í Texas að hann hafði ekki heyrt að einhver var að ávarpa hann. –Heyrðirðu í mér? spurði skrifstofustjóri lögmannsstofunnar. Hann leit upp og sá hvar hin dugmikla, fullorðna kona stóð í gættinni. –Fyrirgefðu, Carol. Hvað varstu að segja? Hún krosslagði handleggina og forvitnin í svipnum breyttist í áhyggjur. –Ég spurði hvort þú vildir að ég gerði eitthvað fleira áður en ég færi heim. Þú varst óralangt í burtu í huganum. Er eitthvað að? Hún hafði greinilega staðið þarna alllengi og tekið eftir hrukkunum á enninu á honum og þungu brúnunum. Hann lagði sig yfirleitt fram um að vera heiðarlegur, en í þetta sinn ákvað hann að breyta út af venjunni. –Nei, allt er í besta lagi. –Annað sýnist mér. Í rauninni var allt í steik. Hvað hafði Sam frændi verið að hugsa þegar hann tók þessa ákvörðun? Blake var agndofa og reiður, en hann hafði líka svolítið samviskubit. Honum fannst alls ekki gott að þurfa að taka sökina að hluta á sig,
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bestu jólin
Greg Clayton sté bensínið í botn á leigujeppanum í von um að verða á undan óveðursskýjunum sem nú hrönnuðust upp á himninum í Texas. Hann var örmagna, enda nýbúinn að ljúka enn einni tónleikaferðinni, og félagar hans í sveitahljómsveitinni höfðu farið hver sína leið þar eð jólin voru í nánd. Greg hafði líka farið um borð í flugvél og var nú á leiðinni til eina staðarins sem hann hafði kallað heimili sitt um ævina. Fyrir fjórtán árum hafði frú Clayton, sem venjulega var kölluð Amma, fundið hann í hlöðunni sinni, þar sem hann var aleinn og hræddur. Mánuði síðar sótti hún um að fá að ættleiða hann. Nú var hann tuttugu og sjö ára gamall og hafði verið Clayton hálfa ævina. Það var sannarlega betri helmingur ævinnar. Elding lýsti upp himininn og skýin urðu æ dekkri og ógnvænlegri. Ekki leið á löngu uns þruma kvað við og það tók að rigna. Greg bölvaði lágt. Þessu óveðri, því fyrra af tveimur sem í aðsigi voru, myndi fylgja gríðarleg úrkoma. Til allrar lukku var hann ekki langt frá búgarðinum. Á veginum var hins vegar lægð sem gjarnan fylltist af vatni í miklum rigningum og yfir hana þurfti hann að komast áður en það færi að rigna fyrir alvöru. Annars yrði vegurinn ófær.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.