Joanna Wayne

Hendarhugur
Hendarhugur

Hendarhugur

Published Október 2018
Vörunúmer 385
Höfundur Joanna Wayne
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Esther lyfti lokinu og þefaði, fann ilminn af baununum, kryddinu og beikoninu sem hún hafði sett út í til bragðbætis. Sennilega heldur mikið af salti og fitu fyrir heilsuna en svona vildi Charlie hafa það. Hann hafði borðað matinn hennar í 53 ár og montaði sig ennþá af því að hún væri besti kokkurinn í Texas.
Hún greip stóru málmskeiðina og hrærði einu sinni enn í baununum og skrúfaði svo fyrir gasið. Baunirnar voru tilbúnar,
líka næpukálið og maísbrauðið. Laukurinn niðursneiddur. Hún þurfti ekki að líta á klukkuna til að vita að það var matartími,
maginn sagði henni það.
Hún leit samt upp, á háværu járnklukkuna sem tifaði á veggnum andspænis henni. 10 mínútur yfir 12 sem þýddi að
klukkan var að verða hálf. Gamla klukkan var orðin hægfara en nógu nálægt réttum tíma fyrir Ester. Sjálf var hún orðin 72 ára og farið að hægja á henni.
Charlie hafði aldrei verið yfirmáta stundvís þó að hann væri kominn á fætur við sólarupprás á morgnana. Hann hélt því fram að kýrnar fylgdust ekki með klukkunni og því ætti hann þá að gera það.
Hann var samt sjaldan seinn í mat. Hann hlaut að vera að reyna að ljúka einhverju, kannski að gera við gamla traktorinn
sinn. Hún hafði reynt að fá hann til að kaupa annan en hann vildi ekki heyra á það minnst. Aldrei fleygja því sem hægt er að
gera við, sagði hann.
Hún fyllti tvö glös af ísmolum og hellti svo nýlöguðu sætu tei í annað þeirra og fór með það út á pallinn til að bíða eftir

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is