Flýtilyklar
Joanna Wayne
Háskinn
Lýsing
Dauðinn öskraði og bergmálaði í höfðinu á Rachel Maxwell þegar stóru, þykku krumlurnar á Roy Sales læstust um hálsinn á henni. Þessi stóri og mikli maður lá ofan á henni svo að hún gat sig hvergi hrært.
Hana sveið í brjóstið og hún náði ekki andanum. Hún var um það bil að missa meðvitund og óttinn hafði tekið öll völd.
En þó að lífið væri að fjara út gafst hjartað ekki upp og sló á ógnarhraða.
–Kvíddu engu, ljúfa Rachel. Ég læt þig ekki deyja ef þú gerir eins og ég segi.
Geðveikishlátur hans smó um hana alla um leið og hann linaði hálstakið. Hún hóstaði og saup hveljur.
–Það er tilgangslaust að spyrna á móti mér, vinan. Ég sleppi þér aldrei. Ég á þig. Þú veist að þannig verður það
alltaf. Og að þannig viltu hafa það.
–Slepptu mér, sárbændi hún. Röddin var þurr og hás, vart meira en hvísl. –Gerðu það, leyfðu mér að fara.
–Það var lagið, elskan. Haltu áfram að grátbiðja mig.
Hún lokaði augunum til þess að þurfa ekki að horfa á illskuna sem skein úr augum hans. Ekkert stoðaði að grábiðja manninn. Hann var hjartalaus, fullkomlega ófær um að sýna samkennd, sturlaður og illur.
Hún iðaði og engdist undir honum uns henni tókst að losa hægri handlegginn undan farginu. Hún kreppti hnefann og lét
höggið ríða af
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók