Flýtilyklar
Brauðmolar
Jenna Ryan
-
Seiður Hrafnanna
Hann var að fela sig og hímdi úti í horni þar sem fólkið, sem hann var að fela sig fyrir sá hann ekki og hann sá það varla vegna reykjarins.
Maðurinn kreppti hnefann í sífellu. Konan gekk í kringum lítinn eld og muldraði eitthvað.
Tvær þrumur kváðu við og um leið hvarf maðurinn. Aðeins konan varð eftir í reyknum.
Það gat ekki boðað gott. McVey svipaðist örvæntingarfullur um eftir útgönguleið frá þessum torkennilega stað áður en konan sæi hann og léti hann innbyrða svarta, leðjukennda efnið sem hún hafði gefið manninum.
Augu konunnar voru lokuð, hárið og fötin í óreiðu. Hún tautaði og riðaði og andaði að sér kæfandi reyknum. Svo stirðnaði hún allt í einu. Í næsta eldingarleiftri leit hún hægt og rólega, eins og vofa í lélegri hryllingsmynd, í áttina að felustað McVeys. Hann heyrði að svarti hluturinn, sem hún hélt á, datt í gólfið.
Hún benti á hann. Eitthvað lak niður af fingrum hennar.
–Þú, sagði hún hásum, ásakandi rómi. –Þú sást hvað gerðist milli mín og mannsins sem hún vildi að þú kallaðir föður.
Ja, hérna. McVey varð sleginn ótta. Þetta var stór skammtur í einu. Skammtur sem hann hvorki skildi né kærði sig um að skilja.
–Þú hefur ekkert hér að gera, barn, bætti hún við og kom nær honum. –Veistu ekki að ég er brjáluð?
Brjáluð? Það var og. Af hverju gat hann ekki hreyft... Hann rak í rogastans. Hvað hafði hún sagt? Barn?
Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds er hann leit niður fyrir sig og sá að hann var í skínandi gúmmístígvélum.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Hrafnadalur
Henni var veitt eftirför.
Myrkrið ólgaði af blóðþorsta ofstækismannanna sem voru þarna einhvers staðar fyrir aftan hana. Hún kom ekki auga á þá... sá einungis glitta í þá á milli skugga trjánna hvert sem litið var. Andlit þeirra voru falin í skuggunum en
fótatak þeirra í skógarbotninum var vísbending um að þeir nálguðust.
Gamalkunnugt nafn endurómaði í huga hennar þar sem hún flúði dýpra inn í skóginn.
Nola Bellam. Kona sem hafði verið henni nákomin en sem núna var látin.
Óttinn sat sem steinn í brjósti hennar og hamlaði rökréttri hugsun. Trén urðu sífellt lágvaxnari en jafnframt kræklóttari og skógarbotn inn sífellt ósléttari og erfiðari yfirferðar. Vindhviðurnar læstu klónum í yfirhöfnina hennar.
Hún hafði margoft áður flúið þessa sömu ofstækismenn í draumi, jafnt í eigin persónu og sem einhver formæðra hennar. Hún hljóp hratt en þessa nótt hlupu þeir hraðar.
Ezekiel Blume hafði nauðgað Nolu Bellem, eiginkonu bróður síns. Nola hafði í kjölfarið flúið með barn sitt en ekki komist með það í öruggt skjól. Það var ekki til neitt öruggt skjól í Hrafnadal. Ezekiel hafði verið staðráðinn í að
leita hana uppi áður en bróðir hans sneri heim aftur... staðráðinn í að myrða hana til að koma
í veg fyrir að sannleikurinn kæmi fram í dagsljósið.
Fáfræði var öflugast allra vopna og í örvæntingu sinni hafði hann því gripið til þess ráðs að brennimerkja hana sem norn og hafði sent óttaslegna bæjarbúa í hópum á eftir henni. Fyrir það hafði hann látið lífið. Fyrir það höfðu þeir bæjarbúar sem eltu hana einnig látið lífið.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skuggi morðingans
Draumurinn hélt áfram í huga Serafinu Hudson en hún var óviljugur þátttakandi.Hún heyrði í röddum án líkama sem töluðu hver ofan í aðra í þykkri svartri þoku. Muldruðu orð eins og „dauði“ og „hætta“ og „raðmorðingi“.Andinn breyttist. Raddirnar urðu hærri. Óttinn smaug inn svo myrkrið varð kalt.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.