Flýtilyklar
Brauðmolar
Janice Kay Johnson
-
Fjallahótelið
Leah Keaton sleppti bensíngjöfinni of seint til að koma í veg fyrir að hægra framdekkið skylli ofan í myndarlegan pytt með háum dynk. Hún gretti sig. Vegurinn um þéttan skóginn varð sífellt brattari og mjórri. Rætur risavaxinna döglings-, greni- og sedrustrjáa sprengdu malbikið og bjuggu til hressilegar ójöfnur. Stundum strukust langar og fléttum prýddar greinarnar við bílinn hennar. Í vegkantinum uxu þykkir burknar og berjarunnar. Ef til vill hafði móðir hennar hitt naglann á höfuðið. Kannski var þetta tilgangslaust og jafnvel óráðlegt ferðalag. Leah vonaði bara að hún hefði ekki tekið vitlausa beygju einhvers staðar. Í minningunni stóð útskorið tréskilti við afleggjarann að fábrotna fjallahótelinu sem afabróðir hennar hafði reist í Fossafjöllum skammt frá landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Hún varð að minnast þess að þetta var í rauninni regnskógur og viður fúnaði því hratt. Eftir að skiltið féll hefðu mosi og lággróður hulið það á fáeinum vikum. Hún losaði ofurlítið um takið á stýrinu og kom auga á Bakerfjall fyrir ofan trjátoppana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Á veiðum
–Það er ástæða fyrir því að ég fór snemma á eftirlaun, tautaði Glenn um leið og hún gekk burt. Lindsay skildi hann vel. Félagsráðgjafar kulnuðu fljótt og hratt í starfi, einkum þeir sem voru í fremstu víglínu. Kannski var tímabært fyrir hana að huga að því að skipta um starf og fá sér vinnu þar sem hún þurfti ekki að horfa upp á börn með fjólubláa marbletti, glóðaraugu og skörð í munni þar sem hnefar höfðu slegið úr þeim tennurnar eða ungar stúlkur sem geymdu hræðileg leyndarmál. Hún botnaði ekkert í því að Glenn skyldi hafa þraukað í öll þessi ár. Hún dáði hann og var fegin því að hann skyldi enn koma við á skrifstofunni annað slagið þó að hann væri hættur að vinna til þess að heilsa upp á fólkið og styðja þau sem voru sérlega gröm eða beygð. Þegar hún var komin á spítalann hélt hún beinustu leið að slysadeildinni, þar sem hún fékk að hitta Shane. Margoft hafði hún séð börn og unglinga sem voru illa á sig komin eftir barsmíðar, en áfallið var engu að síður það sama í hvert skipti. Andlitið á Shane var svo bólgið og marglitt að hún ætlaði ekki að þekkja hann. En þrátt fyrir áverkana og þjáningarnar brosti hann við henni. Hann virti hana fyrir sér með auganu sem hann gat enn opnað. –Ungfrú Engle? –Shane, sagði hún og gekk að rúminu. Hún var að því komin að taka í höndina á honum en sá þá að hún var þakin umbúðum. –Mér þykir þetta voðalega leitt. Mér datt ekki í hug að þetta gæti gerst. –Mér að kenna, muldraði hann. –Ég hélt bara… Hann þurfti ekki að ljúka setningunni. Lindsay vissi hvað hann ætlaði að segja. Eins og fleiri hafði hann haldið að föðurbróðirinn væri góður maður.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Nauðlending
–Í þessu? Maddy Cane snarstansaði eins og hestur sem skyndilega rekur augun í eitursnák beint fyrir framan sig. Henni leist alls ekki á blikuna. –Ætlar þú að segja mér að meiningin sé að fljúga í þessu þvert yfir ríkið. Vissulega hafði hún veitt því athygli að flugvöllurinn var lítill en samt átti hún ekki von á einhverri smá rellu. Hún hafði búið í smábænum Republic í austurhluta Washington ríkis í heilt ár og hún vissi svo sem vel að hún myndi ekki fljúga með Boeing 767. Hér var einungis þessi eini litli flugvöllur með aðeins einni flugbraut og fáeinum litlum flugskýlum. Sjálf hafði hún aldrei flogið með minni flugvél en Boeing 737 sem hún taldi að væri minnsta Boeing tegundin. En þessi smá Cessna var ekkert annað en örlítið fis, reyndar með farþegarými. Maðurinn við hlið hennar skellti upp úr. Þetta var Scott Rankin dómarafulltrúi. Hann hafði verið henni til halds og trausts í gegnum alla þessa þrekraun. Nógu slæmt var að verða vitni að morði og liggja í hnipri aðeins fáein fet frá morðstaðnum en afleiðingar þess að hún hringdi í neyðarlínuna og greindi skilmerkilega frá öllu sem hún hafði séð komu henni í opna skjöldu. Nú voru liðnir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Launung
Án bókanna hefði stofan verið dálítið kuldaleg ásýndum. Þar voru nefnilega engin listaverk. Kannski var þetta leiguhúsnæði. Þá vildi konan kannski síður bora í veggina. En á arinhillunni hefði hann átt von á að sjá innrammaðar myndir eða einhverja skrautmuni. Hann hristi höfuðið og gekk að eldhúsdyrunum. Þar nam hann staðar, virti líkið fyrir sér og litaðist um. Ekkert benti til þess að átök hefðu átt sér stað. Líklega hafði fórnarlambið staðið í eldhúsinu, heyrt eitthvað og ætlað að snúa sér við en þá fengið mikið högg á höfuðið. Konan hafði látist samstundis og hnigið niður. Hann settist á hækjur sér hjá líkinu og tók þá eftir óhreinindabletti á hvítu blússunni. Hann stakk í stúf við klæðnaðinn. Þetta var áreiðanlega vinnufatnaður hvítflibbakonu. Hún var í aðskorinni blússu, jakka, svörtu pilsi, háhælaskóm og sokkabuxum. Gljáandi svört handtaska lá á eldhúsborðinu og við hlið hennar farsími. Hafði morðinginn sparkað í konuna að verki loknu? Hann setti á sig einnota hanska í hvelli, opnaði handtöskuna gætilega og tók þaðan seðlaveski. Þar blasti við honum ökuskírteini í glærum plastvasa. Ljósmyndin virtist vera af hinni látnu. Seth skoðaði skírteinið vandlega. Konan hét Andrea Sloan, var dökkhærð með brún augu, í meðallagi há, þrjátíu og sex ára gömul og vildi gefa líffæri að sér látinni. Það var einum of seint í rassinn gripið. Hann setti veskið aftur í töskuna og virti fyrir sér andlit konunnar. Af hverju hafði Andrea Sloan verið myrt? Og af hverju þarna, heima hjá annarri konu? Höfðu þær ef til vill þekkst? Var þetta vinkona eða systir húsráðandans sem hafði komið að henni látinni?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lögreglustjórinn
–Já. –Gætir þú sagt mér hvar? Eða sýnt mér? Hún reyndi að bæra varirnar. –Fáðu þér vatnssopa. Hún fékk sér vænan sopa. Síðan snerti hún höfuðið og öxlina og fann þykkar umbúðir. Loks snerti hún bringuna… engar umbúðir þar en samt fann hún til. –Gott, sagði hann og virtist sáttur. Hún varð að einbeita sér til þess að greina andlitsdrætti hans. Hann virtist hár og grannur og aðeins byrjaður að grána í vöngum. –Hvers vegna er ég hér? –Manstu hvað gerðist? Abbí gerði þau mistök að hrista höfuðið og verkurinn ágerðist um helming. Hún stundi við. Hann hallaði sér ögn nær henni. –Hérna er hnappur sem þú getur þrýst á til þess að fá meiri verkjalyf. Hann sagði eitthvað fleira en hún veitti því enga athygli því hún þrýsti umsvifalaust á hnappinn og fann hvernig sársaukinn dvínaði hægt og rólega. Síðan þrýsti hún aftur og þá loks mundi hún spurningu hans. –Nei. –Hvað er það síðasta sem þú manst? Hún varð að einbeita sér. –Þvottahúsið, niðri í kjallara í húsinu þar sem ég bý. Einhver hafði troðið sér fram fyrir mig til þess að komast í þurrkarann. Hann glotti. –Ég myndi líka muna eftir svoleiðis. –Félagi minn, Neal, hafði áhyggjur af einhverju. Abbí hafði hlotið stöðuhækkun fyrir ári þegar hún varð rannsóknarlögreglumaður hjá lögregluembættinu í Kansas City, Missouri. Neal Walker varð hennar nánasti starfsfélagi. Þau tvö náðu mjög vel saman og Abbí og eiginkona hans höfðu meira að
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lykilvitnið
–Eigum við að hafa kremið hvítt? Trina Marr var nú þegar búin að hræra rjómaostakremið sem átti að fara á bollakökurnar sem lágu og kólnuðu á ofngrindinni. –Ég gæti átt eitthvað sykurskraut, látum okkur sjá. Grænt? Rautt? Eða ef við notum bara smá rauðan, þá verður það bleikt? Litla stelpan sem horfði upp til hennar kinkaði kollinum ákaft. Tíkarspenarnir sem höfðu verið settir í hárið á henni í byrjun dags voru orðnir skakkir. –Bleikt? Aftur jánkaði hún. Trina var orðin vön þöglum svörunum. Sem sálfræðingur sérhæfði Katrina Marr sig í vinnu með börnum með áfallastreituröskun. Hin þriggja ára Chloe Keif hafði í upphafi verið einn af sjúklingum hennar en var í dag fósturdóttir hennar. Chloe talaði ekki enn, en hún var afslappaðri með Trinu en nokkrum öðrum. Bæði ein af frænkum hennar og afi hennar og amma höfðu ekki treyst sér til að taka við Chloe vegna vandamálanna sem hún átti við að stríða. Það að bjóðast til að taka hana að sér hafði virst sjálfsagt skref fyrir Trinu, þó þetta væri í fyrsta skiptið sem hún tæki skjólstæðing að sér
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.