Hann skildi vel skuldbindingu í starfi og fjölskyldu, hafði lokið við menntun sína og unnið í sex ár fyrir strandgæsluna. Þetta orð minnti hann þó of mikið á þrjár eldri systur sínar og hvernig þær reyndu stöðugt að koma einhverjum konum á hann. Þær notuðu orð eins og stöðugleika, hughreystingu, börn. Eins og þeirra eigin börn væru ekki nóg til að halda öllum uppteknum. Þetta var bölvun þess að vera yngsta barnið og eini strákurinn í fjölskyldunni, hugsaði hann. Hann elskaði þær allar og var þakklátur fyrir það að hæfni hans og starf höfðu sett eins konar höggpúða á milli þeirra. Strandgæslan hafði hentað honum vel og ekki einu sinni systur hans höfðu vogað sér að tala illa um starfsval hans. Nú töldu þær að hann væri í venjulegri dagvinnu í DC og reyndu alltaf að koma honum á blind stefnumót þegar hann kom í heimsókn heim, í von um að einhver krækti í hann og fengi hann til að flytja nær heimahögunum. Þær virtust ekki láta hans eigin óskir trufla sig. Hann var þrítugur og ekki tilbúinn í eiginkonu og börn. Hann var ánægður með spennuna sem fylgdi því að vera Sérfræðingur hjá úrvalsliði Thomas Casey. Hann vissi að það að fara út og gera hluti sem skiptu máli í heiminum útilokaði ekki sambönd... margir Sér fræðingar voru trúlofaðir eða kvæntir... en það var samt erfiðara að búa til eitthvað varanlegt. Hann var ekki tilbúinn í það. Ekki enn. Það var nægur tími til að finna réttu konuna.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Addison leit á bensínmælinn og reiknaði hratt út hve langt hún kæmist frá þeim sem voru að elta hana. Glænýi BMW-inn hennar hefði komið sér vel núna en þess í stað var hún á gömlum Land Rover sem hún kunni lítið á. Var ekki stærðfræði til þess? Þessu skyldi hún muna eftir næst þegar sonur hennar kvartaði yfir heimalærdómnum. –Mamma, hvað er langt eftir? Hún þekkti þennan raddblæ. Hann var við það að kvarta en ekki yfir stærðfræði. Hún leit í baksýnisspegilinn og brosti til sonar síns. Hárið á honum ljómaði þar sem sólin skein á það en svipurinn gaf til kynna að stutt væri í uppreisn. Hún skildi það vel. Þau höfðu verið á ferðinni í tvo daga og áttu annan dag eftir. Eða meira. –Við stönsum eftir svona hálftíma. –Ég þarf að pissa núna. –Þú verður að halda í þér í nokkrar mínútur. –Hálftími er þrjátíu mínútur. Nokkrar mínútur eru bara svona þrjár. Addison varð ekki stolt sem móðir við að heyra
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
–Stuttbuxur eru fyrir börn og íþróttamenn. Ætlarðu að kippa mér út úr verkefninu ef ég fer ekki í þær? Thomas lokaði brúnu möppunni þar sem verkefni Wills var útlistað. Hugsanlegt verkefni. En verra gat það verið, hugsaði Thomas með sér. Þeir gætu verið að þrátta um þetta í viðurvist annarra en ekki inni á skrifstofunni hans. Hann vissi ekki hvort Will var alvara eða ekki. Óvissan og óróleikinn settu viðvörunarbjöllur í gang í huga hans. Stuttbuxurnar voru greinilega mikið mál en hann afréð að spyrja ekki hvers vegna. Í áranna rás hafði Thomas unnið með fjölda manna og kvenna sem gerðu ótrúlega hluti á vettvangi og fólk sem studdi þau úr höfuðstöðvunum. Lánið gat ekki leikið við hann að eilífu varðandi ráðningar. Það var líklega kominn tími til að setjast í helgan stein og láta einkalífið ganga fyrir vandamálum þjóðarinnar. En þjóðin þarfnaðist hans og hafði farið fram á sérþekkingu hans einu sinni enn. Ef hann setti saman rétta hópinn gæti hann kvatt starfið sáttur og sæll. –Ég hef skipt um skoðun, Will. Þú ert ekki rétti maðurinn í þetta starf. –Af því að ég vil ekki bera út póst í þessum fáránlegu stuttbuxum?
–Nei. Hún kom til hans og kyssti hann. –Ég átti leið hjá og datt í hug að við gætum orðið samferða. –Það er fínt. Það er bara einn stuttur fundur eftir hjá mér. Það var bankað. Fjandinn. Hann yrði brátt að setja einkalífið í forgang. Jo blikkaði hann. –Ég bíð í móttökunni. –Takk. Hann horfði á eftir henni, þakklátur fyrir að hafa fengið annað tækifæri með konunni sem skipti hann máli, konunni sem skildi mikilvægi starfs hans. Jo var fagleg og sagði ekkert við manninn í gráu jakkafötunum sem gekk inn þegar hún gekk út. –Lokaðu dyrunum, sagði Thomas við gestinn. –Og fáðu þér sæti. Riley O‘Brien sérfræðingur hlýddi. Thomas leit af myndinni af lögreglustjóranum í Belclare og á manninn sem sat þolinmóður og beið. –Takk fyrir að bregðast svona fljótt við. –Já, herra. Thomas hikaði. Enn eitt merki um það að ákvörðunin um að fara á eftirlaun var rétt. Maður í hans stöðu mátti ekki sjá eftir verkefnunum sem hann útdeildi en það sem hann þurfti að biðja O‘Brien um var ekkert smáræði.