Goðsagnir Texas- McCABES

Jólabréfin
Jólabréfin

Jólabréfin

Published Ágúst 2021
Vörunúmer 427
Höfundur Cathy Gillen Thacker
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hún gat það. Og samt gat hún það ekki. Aftur stundi hún, en leit svo upp og horfði á hann. Jack var ákaflega hávaxinn maður, herðabreiður, stæltur og íþróttamannslegur. Hann hafði þann eftirsóknarverða eiginleika að vera í senn sjálfsöruggur og sérlega fær bæklunarlæknir og samúðarfullur, einlægur græðari. Hann hafði heldur aldrei nokkurn tíma niðurlægt sjálfan sig á sama hátt og hún hafði gert núna. Hún stóð upp. –Hvað viltu að ég segi? spurði hún og fórnaði höndum. –Víðfrægir tæknihæfileikar mínir aukast með hverjum degi. Það virtist koma fát á hann augnablik, en svo fylgdist hann með henni ganga um gólf. –Ætlarðu ekki að segja mér hvað gerðist? Hún dæsti. Hún gat svo sem alveg játað syndir sínar fyrir einhverjum. –Þú veist að útskriftarnemendurnir í hjúkrunarháskólanum mínum halda í þá hefð að senda árleg jólabréf hver til annars, ekki satt? Hann brosti samúðarfullur. –Mig minnir að þú hafir aldrei haft neitt sérlega gaman af þeirri hefð. Aðallega vegna þess að flestir virtust eiga það sem hugur hennar girntist og það var að verða sífellt erfiðara að sætta sig við það hve langt hún var frá því að ná settum markmiðum í lífinu, öðrum en þeim sem tengdust vinnunni. Enda var hún orðin þrjátíu og tveggja ára gömul. Hún yppti öxlum. –Geturðu álasað mér fyrir það? Ég hef aldrei neitt markvert að segja um einkahagi mína. Að minnsta kosti ekki í jafn miklum mæli og allar hinar

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is