Delores Fossen

Skotmarkið
Skotmarkið

Skotmarkið

Published Desember 2019
Vörunúmer 318
Höfundur Delores Fossen
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Raleigh Lawton lögreglustjóra leist ekki á þetta.
Glerið í útidyrahurð hússins var mölbrotið og stólunum á veröndinni hafði verið velt um koll. Hvort um sig gat bent til einhverra átaka.
Þetta fékk hjartsláttinn til að herða á sér og hann dró byssuna upp, vonaði að hann þyrfti ekki að nota hana. Hann vonaði líka að það væri einhver skýring á brotna glerinu og stólunum. Kannski var allt í lagi með konuna sem bjó í þessu litla húsi. Raleigh hafði fleiri en eina ástæðu til að vona það því konan, Sonya Burnley, var komin níu mánuði á leið.
Hann hafði þekkt hana alla ævi og þess vegna hafði hann ekki hikað við að fara og athuga um hana þegar læknirinn í mæðraskoð­uninni hringdi og sagði honum að Sonya hefði ekki mætt í eftirlit. Í stórborg hefði svona lagað ekki verið athugað en í litlum kúrekabæ eins og Durango Ridge vakti það vissulega athygli.
Rigningin dundi á honum þegar hann steig út úr bílnum. Hellirigning, enn meiri en veðurspár höfðu gert ráð fyrir. Hann var með regn­ úlpu meðferðis en vildi ekki tefja tímann með því að klæða sig í hana en hann var vel á verði meðan hann hljóp upp tröppurnar á veröndinni.
–Sonya? kallaði hann og lagði við hlustir.
Ekkert.
Hann tók um hurðarhúninn. Ólæst. Hann gekk inn, blótaði. Húsgögnin inni höfðu líka verið færð úr stað, brotinn lampi lá á gólfinu og stofuborðið á hliðinni. Raleigh tók upp símann og ætlaði að hringja eftir liðsauka en sá eitthvað útundan sér. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is