Delores Fossen

Saman á ný
Saman á ný

Saman á ný

Published Júlí 2019
Vörunúmer 313
Höfundur Delores Fossen
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Cameron Doran lögreglumaður var viss um að einhver væri að fylgjast með honum.
Hann lagði höndina yfir byssuna í hulstrinu við mittið og vonaði að ónotatilfinningin sem læddist niður hrygginn væri ekki rétt, vonaði að hann hefði líka rangt fyrir sér með það að einhver fylgdist með honum.
Hann vissi samt að svo var ekki.
Hann hafði verið í lögreglunni í 11 ár og það hafði bjargað honum einu sinni eða tvisvar að veita þessari tilfinningu athygli.
Hann var tilbúinn að draga byssuna upp og leit í kringum sig í bakgarðinum, sem var reyndar pínulítill. Húsið var á landareign búgarðsins Blue River og þarna voru stígar og slóðar sem hægt var að nota til að komast að húsinu hans.
Til dæmis gæti morðingi notað þá.
Þið deyið öll fljótlega.
Þetta stóð í nýjasta hótunarbréfinu sem Cameron hafði fengið fyrir tveimur dögum síðan.
Ekki beinlínis orð sem mann langaði til að lesa þegar maður opnaði póstinn sinn en hann var bú­inn að fá svo mörg að þau höfðu ekki sömu áhrif tilfinningalega og það fyrsta, sem hann fékk fyrir nokkrum mánuðum, hafði haft. Hann ætlaði samt
ekki að hunsa það.
Cameron horfði aftur í kringum sig og reyndi að sjá inn á milli trjánna en sá engan svo hann lauk við morgunkaffið og fór inn. Alla jafna hefði hann farið inn í barnaherbergið til að kveðja Isaac frænda sinn áður en hann fór í vinnuna, á lögreglustöðinni í Blue River, en núna gekk hann að glugganum yfir vaskinum og horfði út.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is