Danica Winters

Reykur og aska
Reykur og aska

Reykur og aska

Published Október 2019
Vörunúmer 397
Höfundur Danica Winters
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hann horfði niður á Heather Sampson um leið og hann dró eldspýtustokk úr vasa sínum. Hann missti stokkinn úr höndum sér og eldspýtur dreifðust út um allt gólf eins og fyrirboði um eitthvað skelfilegt. Hann beygði sig niður og safnaði þeim aftur saman í stokkinn og gætti þess jafnframt að fara hljóðlega. Hann óttaðist að hún myndi rumska og standa hann að verki.
Augu hennar voru lokuð en munnur lítils háttar opinn eins og hún biði eftir kossi frá draumaprinsinum. Hún hefði átt að vita betur. Draumaprinsinn er ekki til. Einungis aumingjar og fáeinir menn eins og hann sem gerðu sitt besta til að fá réttlætinu framgengt.
En það var sorgleg staðreynd að ekkert réttlæti ríkir í hjónabandi, í það minnsta ekki í þeim hjónaböndum sem hann þekkti til.
Nei, hjónaband var ekkert annað en ein lygi á fætur annarri, vonbrigði hulin gervibrosi og síðan enn önnur lygi, endalaus hringrás sársauka.
Var þetta tilgangurinn? Til hvers var þetta allt saman?
Eftir því sem hann gat best séð snérist þetta allt um sjálfselsku og þá óraunsæju von að ef þau létu líta út eins og þau væru hamingjusöm, ef þeim tækist að þykjast á nógu sannfærandi hátt, þá myndu þau að lokum trúa því sjálf.
Hann var hingað kominn til að gera hana að píslarvætti. Hún myndi ekki skilja það sjálf en þetta var hans tækifæri til að sýna henni og umheiminum hvernig hjónaband hennar var í raun og veru, ekkert annað en reykur og aska. Eldur sem átti eftir að brenna út. En nú var stundin komin til að tendara bálið og gjöreyða glötuðu hjónabandi hennar.
Vítislogarnir myndu sjá til þess.
Hann gekk út úr svefnherberginu og niður stigann þar sem dásamleg bensínlyktin var alltumlykjandi. Hús Heather myndi brenna á svipstundu, ólíkt öllum hinum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is