Danica Winters

Augastaður
Augastaður

Augastaður

Published Nóvember 2020
Vörunúmer 379
Höfundur Danica Winters
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Það var ómögulegt að breyta manneskju. Hins vegar var mögulegt að breyta áliti viðkomandi ef hvötin til þess var
fyrir hendi. Það vildi þannig til að dauðinn var ansi sterk hvöt.
Jarrod Martin horfði á manninn sem var bundinn við stólinn í miðju yfirheyrsluherberginu í Delta-búðunum, öðru
nafni Guantanamo Bay. Það var heitt, sem minnti hann á daga hans í Írak, en loftið var rakt og lyktaði af svita og hræðslu.
Þegar þessu væri lokið færi hann aftur út í daglegt líf þar sem var ekki hægt að sjá að stríð væri í gangi. Það var samt
sama hvar hann var staddur í veröldinni, þar var alltaf einhvers konar stríð í gangi og meira segja á nýja heimilinu hans
í Montana. Þess vegna var hann ekkert að flýta sér heim.
Hann var hingað kominn til að annað fólk væri öruggt, hann sjálfur meðtalinn. Hann var maðurinn sem var sendur af
stað til að lagfæra ástand sem ógnaði örygginu og til að losa aðra við hryðjuverkamenn.
–Losið hann, skipaði hann og horfði á fulltrúana tvo sem hann hafði fengið með sér sem verði.
–Herra, þetta er þekktur glæpamaður, sagði sá sem stóð nær. Hann leit út fyrir að vera 25 ára gamall eða svo og
Jarrod hefði getað svarið að það vottaði fyrir mjólkurskeggi á honum.
Hann bældi niður hlátur. –Hvað heitir þú? spurði hann 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is