Cindi Myers

Samsæri við Svartagljúfur
Samsæri við Svartagljúfur

Samsæri við Svartagljúfur

Published Júní 2016
Vörunúmer 357
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

-Drunurnar frá sprengingunni bergmáluðu í göngunum. Lauren reyndi að hlaupa, þar eð hún óttaðist grjóthrun, en fæturnir vildu ekki hlýða henni. Hún sá varla handa sinna skil í myrkrinu. Rykið var að kæfa hana og hún var með suð í eyrunum eftir sprenginguna. Hún opnaði munninn og ætlaði að öskra, en kom ekki upp nokkru hljóði.
Sterkur hrammur þreif í höndina á henni og dró hana í áttina að ljósinu. Skothvellir kváðu við fyrir aftan þau og möl og grjóti rigndi yfir þau. Maðurinn dró hana fram fyrir sig og skýldi henni. –Farðu, skipaði hann og ýtti henni áfram. –Hlauptu!
Hún tók á rás og vék sér undan grjótregninu. Daufa skíman framundan varð smám saman skærari. Fótatak ómaði fyrir aftan hana og hún ætlaði að reka upp óp, en þetta var þá bara maðurinn. Faðmlag hans var hlýtt og hughreystandi. –Þetta verður allt í lagi, sagði hann. –Þú ert hörð af þér. Þú getur þetta.
Hann var svo viss í sinni sök að hún trúði honum, enda þótt allt benti til hins gagnstæða.
Aftur skulfu hellarnir og stærri hnullungar hrundu nú í kringum þau. Einn lenti á öxlinni á henni svo að hún féll niður á hnén.
Maðurinn dró hana á fætur og svo hlupu þau af stað í áttina að frelsinu.
Svalt næturloftið kallaði fram tár í augum hennar. Hún starði upp í óskýran stjörnuhimininn og snökti. Hún hafði ekki séð
stjörnur svo vikum skipti. Hún andaði að sér frelsinu sem hún hafði óttast að fá aldrei framar.
–Geturðu gengið? spurði maðurinn og studdi hana með því að taka um mittið á henni.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is