Cindi Myers

Í hefndarhug
Í hefndarhug

Í hefndarhug

Published Janúar 2016
Vörunúmer 352
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Elizabeth Giardino dó fjórtánda febrúar. Í þrjúhundruð sextíu og fjóra daga hafði Anne Gardener forðast að hugsa um þann hræðilega dag en þegar fjórtándi febrúar nálgaðist aftur leyfði hún sér að syrgja í nokkrar mínútur. Hún stóð í kennslustofunni í lok dagsins, umkringd Valentínusarskrauti sem nemendurnir höfðu gert, og leyfði minningunum að fylla hugann. Elizabeth... aldrei Betsy eða Beth... með fjólubláan lit í hárinu, að halla sér hættulega langt yfir handriðið á svölum þakhýsis föður síns í Manhattan, að veifa til blaðasnápanna sem tóku ótal myndir frá íbúðinni fyrir neðan. Elizabeth, í kjól sem kostaði tíu þúsund dali og fáránlega háum hælum, að drekka kampavín sem kostaði 500 dali flaskan og dansa í morgunsárið á næturklúbbi í St. Tropez á meðan þrír alvarlegir menn í dökkum jakkafötum fylgdust með öllu. Elizabeth, með blóðblett á brjósti hvíta kjólsins, að öskra á meðan mennirnir þrír drógu hana burt.

Anne lokaði augunum og útilokaði síðustu minninguna. Hún græddi ekkert á að rifja þau andartök upp. Fortíðin var liðin og henni yrði ekki breytt.

Samt gat hún ekki hrist af sér ónotatilfinninguna. Hún leit út um gluggann á falleg snævi þakin fjöll undir túrkísbláum himni. Rogers, Kaliforníu, hefði allt eins getað verið á annarri plánetu, staðurinn var svo gjörólíkur New York. Tindarnir voru dáleiðandi, jarðtengdu mann að vissu leyti. Hluti af henni vildi vera þarna alla ævi en hún efaðist um að það yrði þannig. Eftir eitt ár, kannski tvö, þyrfti hún eflaust að halda áfram. Hún mátti ekki skjóta rótum.

Hún dró andann djúpt að sér, tók svo upp veskið sitt og handtöskuna, smeygði sér í jakkann. Hún læsti stofunni og gekk af stað út á bílastæðið. Það small í lágum hælunum á stígvélunum á gólfdúkunum á ganginum.

Bílastæðið hennar var nálægt hliðarinngangi, beint undir öryggi sl jósi sem logaði flesta morgna þegar hún mætti. En það var engin þörf fyrir ljósið í dag, þótt skuggarnir væru teknir að lengjast þegar febrúarsólin hélt niður að náttstað sínum á bak við fjöllin.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is