Christine Rimmer

Fjallabrúðurin
Fjallabrúðurin

Fjallabrúðurin

Published Janúar 2020
Vörunúmer 408
Höfundur Christine Rimmer
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Þegar brúðurin skjögraði inn í bjarmann frá varðeldinum við bústaðinn, illa á sig komin, sat Garrett Bravo fyrir utan afskekkta griðastaðinn sinn og ristaði sér pylsu á teini.
Eitt andartak hélt Garrett að hann sæi ofsjónir.
En hvernig mátti það vera? Hann hafði aldrei fyrr séð neitt sem ekki var raunverulegt. Og hann hafði ekki drukkið nema tvo bjóra.
Japli, ástralski fjárhundurinn hans, gaf frá sér hvellt væl af undrun.
–Kyrr, Japli.
Hann leit hvass á hundinn, sem skalf og mændi á svipinn hinum megin við varðeldinn.
Garrett leit upp á ný. Hún var þarna enn.
Hann opnaði munnin og hugðist tala, en orðin vildu ekki koma.
Að lokum spratt hann á fætur og gaf frá sér fáránlegt óp, ringlaður og vantrúaður. Við þessa snöggu hreyfingu datt pylsan af teininum og á jörðina. Hann gapti á hana, en Japli horfði vongóður á húsbónda sinn. Þegar Garrett bannaði honum ekki að éta pylsuna beið hvutti ekki boðanna og sporðrenndi henni í snatri.
–Æ, sagði hvítklædda tötrughypjan, gekk í átt að eldinum og veifaði. Höndin var mjög óhrein. –Það er óþarfi að standa upp.
Þetta er verra en það lítur út fyrir að vera, skal ég segja þér.
Þetta leit svo sannarlega ekki vel út í hans augum. Laufi prýdda hárið, sem einu sinni hafði verið vel og snyrtilega greitt, og ljótar skrámur og marblettir sáust á berum öxlunum og handleggjunum.
Vinstra auga vesalings konunnar var fjólublátt og svo bólgið að hún gat ekki opnað það. Hvíti kjóllinn var rifinn, tættur og forugur. Hann var í svipuðu ásigkomulagi og eigandinn.
–Hamingjan góða, stundi hann. –Er allt í lagi með þig?

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is