Charlotte Hawkes

Frændurnir
Frændurnir

Frændurnir

Published Nóvember 2020
Vörunúmer 392
Höfundur Charlotte Hawkes
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Þessi kona yrði honum áreiðanlega að falli.
Hugboðið laust Jake Cooper er hann horfði yfir vel skóaðan mannfjöldann sem var kominn til hátíðarkvöldverðar vegna
opnunar sumardagskrár hins víðfræga sjúkrahúss Hospital Universitário Paulista í Brasilíu.
Hann vissi það en samt starði hann. Og jafnvel þótt félagar hans reyndu að spjalla við hann gat hann ekki haft augun af þessari æstu konu.
Flavia Maura hét hún, en þekktari sem selvagem-konan.
Ótamin. Villimannleg. Frumskógarkonan.
Jake efaðist ekki um það eitt andartak að hún væri stórhættuleg geðheilsu hans.
Hún stóð hjá tveimur öðrum konum, en í hans augum voru hinar konurnar tvær bara grámyglulegir flekkir við hliðina á
Flaviu. Það sama gilti um alla aðra í salnum. Þeir höfðu horfið um leið og hann leit þessa konu augum. Fyrst hélt hann að eitthvað væri að sjóninni hjá sér, en svo áttaði hann sig á því að hann var einfaldlega hugfanginn.
Hann var þangað kominn til að taka þátt í þjálfunarnámskeiði. Þetta sumar hittust helstu og færustu sérfræðingar í
heimi á sviði læknifræði til þess að kenna hver öðrum nýjustu tækni og vísindi en einnig til að læra af starfssystkinum sínum.
Sjálfur var hann þátttakandi í tilraunum með eitur, sem unnið var úr sporðdrekum, til að lýsa upp krabbameinsfrumur. Þegar 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is