Flýtilyklar
Brauðmolar
Charlotte Hawkes
-
Flugstjórinn
Sterklega vélhjólið renndi sér mjúklega í beygjuna og brunaði eftir fáförnum vegunum. Læknirinn Lincoln
Oakes, Oakes lávarður í augum þeirra sem þekktu til fjölskyldunnar, var á leiðinni í vinnuna.
Hann kom aldrei of seint. Aldrei.
Í rauninni var hann ekki of seinn í þetta sinn. Hópurinn átti ekki að hittast á sjúkraflugvellinum fyrr en klukkan
sjö og hann hafði enn tuttugu mínútur til stefnu. En það dugði ekki til að róa hann. Hann var tíu mínútum seinna
á ferðinni en venjulega. Hann vildi helst koma fyrstur manna til vinnu.
En klukkan var ekki eina ástæðan fyrir óróleika hans.
Skelfilegu og sífelldu martraðirnar um síðasta átakasvæðið sem hann hafði verið sendur á höfðu sitt að segja
líka.
Hann jók hraðann og naut þess að heyra drunurnar í vélinni þegar hann tók næstu beygju.
Eins og það myndi einhverju breyta.
Að bruna eftir sveitavegunum dygði hvorki til að losna við draugana sem ásóttu hann né þagga niður í röddunum
sem hvísluðu að honum ásökunarorðum á næturnar.
Martraðirnar breyttu höfðinu á honum í orrustuvöll og í hvert sinn sem hann hrökk upp með andfælum gat hann
næstum því heyrt skothvellina, fundið reykjarlyktina og skynjað sjóðheitt sólskinið í Afganistan.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Frændurnir
Þessi kona yrði honum áreiðanlega að falli.
Hugboðið laust Jake Cooper er hann horfði yfir vel skóaðan mannfjöldann sem var kominn til hátíðarkvöldverðar vegna
opnunar sumardagskrár hins víðfræga sjúkrahúss Hospital Universitário Paulista í Brasilíu.
Hann vissi það en samt starði hann. Og jafnvel þótt félagar hans reyndu að spjalla við hann gat hann ekki haft augun af þessari æstu konu.
Flavia Maura hét hún, en þekktari sem selvagem-konan.
Ótamin. Villimannleg. Frumskógarkonan.
Jake efaðist ekki um það eitt andartak að hún væri stórhættuleg geðheilsu hans.
Hún stóð hjá tveimur öðrum konum, en í hans augum voru hinar konurnar tvær bara grámyglulegir flekkir við hliðina á
Flaviu. Það sama gilti um alla aðra í salnum. Þeir höfðu horfið um leið og hann leit þessa konu augum. Fyrst hélt hann að eitthvað væri að sjóninni hjá sér, en svo áttaði hann sig á því að hann var einfaldlega hugfanginn.
Hann var þangað kominn til að taka þátt í þjálfunarnámskeiði. Þetta sumar hittust helstu og færustu sérfræðingar í
heimi á sviði læknifræði til þess að kenna hver öðrum nýjustu tækni og vísindi en einnig til að læra af starfssystkinum sínum.
Sjálfur var hann þátttakandi í tilraunum með eitur, sem unnið var úr sporðdrekum, til að lýsa upp krabbameinsfrumur. ÞegarEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leyndarmál herlæknisins
Antonia Farringdale læknir hafði hæfileika til að skynja vandræði.
Hún hafði byrjað að þróa þá við hné föður síns þegar þau fylgdust með oft á tíðum úfinni, grárri víðáttu Atlantshafsins frá sjóbörðum gluggum Westlake björgunarbátastöðvarinnar þar sem móðir hennar stýrði bát út til björgunar. Hún lærði að lesa í að stæður þegar áhöfnin átti auðvelda nótt fyrir höndum, eða gat búist við erfiðri nóttu fullri af hættum.
Hún hafði fínstillt þá sem læknir, vissi oft á eðlislægan hátt hvort hún ætti við algeng tilfelli hjá sjúklingum sínum, eða þessi fáu tilfelli þar sem um eitthvað sjaldgæfara var að ræða.
Og hún hafði fullkomnað þá sem bráðalæknir á vígvelli, vinnandi í sjúkrahússtjaldi í leiðöngrum í hvaða stríðshrjáða landi sem hún var í þann daginn.
Já, hún gat svo sannarlega skynjað vandræði.
Af hverju, velti hún fyrir sér þar sem hún pírði augun og leit inn í anddyrið á Delburn Bay björgunarbátastöðinni, bara einum og hálfum klukkutíma lengra upp með ströndinni en Westlake, og þar af leiðandi það næsta sem henni hafði tekist að koma heim í meira en áratug, skynjaði hún það svo taugatrekkjandi sterkt, á einmitt þessu augnabliki?
Hreyfingarlaus en vökul stóð hún í dyragættinni. Hún þorði varla að anda á meðan augun leituðu að einhverju óvanalegu.
En sjórinn var þægilega stilltur handan við bátarennuna, og gangarnir voru hljóðir, flestir í áhöfninni voru sjálfboðaliðar sem unnu annars staðar að deginum en gætu verið á stöðinni mínútum eftir að þeir væru kallaðir út. Það var ekkert þarna sem ætti að fá hjartað til að berjast í brjóstinu eins og það gerði.
Nema að slæm samviska væri tekin með.
Antonia hristi höfuðið eins og það væri nóg til að þvinga burtEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.